Enski boltinn

Mourinho: Galið að leikurinn fari fram annað kvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jose Mourinho
Jose Mourinho nordicphotos/getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er ekki sáttur með það að Arsenal fái einn aukadag í hvíld fyrir leik þeirra í fjórðu umferð enska deildarbikarnum á þriðjudagskvöldið.

Arsenal mætti Crystal Palace á laugardaginn en Chelsea mætti Manchester City í stórleik helgarinnar á Stamford Bridge seinnipartinn á sunnudeginum.

„Það verður erfitt fyrir mig að stilla upp mínu besta byrjunarliði og því fær knattspyrnusambandið þann leik sem þeir greinilega vildu.“

„Það er líkt og enska knattspyrnusambandið vilji að Arsenal vinni loks titil. Það hefði verið eðlilegt að leikurinn færi fram á miðvikudagskvöldið og þá hefði almenningur fengið stórleik milli tveggja Lundúnaliða.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×