Refsirammi ekki nýttur þegar brotið er kynferðislega gegn börnum Hrund Þórsdóttir skrifar 28. október 2013 18:54 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku Stefán Reyni Heimisson í sjö ára fangelsi fyrir fyrir að nema tíu ára stúlku á brott úr Vesturbænum og nauðga henni. Ýmsir hafa undrast að dómurinn hafi ekki verið þyngri. Nú er refsiramminn í kynferðisbrotamálum gegn börnum allt að 16 ár og þarna var um að ræða mál þar sem maðurinn átti sér engar málsbætur, hann beitti mjög grófu ofbeldi og einbeittur brotavilji var til staðar. Af hverju er þessi refsirammi ekki nýttur? „Það er löng hefð fyrir því í íslenskum refsirétti, eða hjá íslenskum dómstólum, að þrátt fyrir að refsimörkin séu há þá eru refsingarnar yfirleitt dæmdar mjög lágar í refsimörkunum. Þetta er ekki bundið við Ísland heldur á það við um öll Norðurlöndin,“ segir Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Í manndrápsmálum hefur 16 ára refsirammi verið nýttur en þrátt fyrir verulega þyngingu refsinga í kynferðisbrotamálum undanfarin ár eru þyngstu dómar fyrir kynferðisbrot gegn börnum átta ár. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Stefáns, býst við að máli hans verði áfrýjað til Hæstaréttar en Jón Þór vill ekki spá fyrir um hvort dómurinn verði þyngdur. „En það sem mér finnst hafa vantað hjá dómstólum er að ef verulegur munur er á aldri þolandans og gerandans, þá eigi það að vega mun þyngra við ákvörðun refsingar en verið hefur,“ segir Jón Þór. Þyngsti dómur í kynferðisbrotamáli gegn barni hér á landi féll árið 1961. Hann var tíu ár og var um að ræða nauðgunarbrot og ofbeldi. „Er það ásættanlegt á árinu 2013, þegar refsilöggjöfin hefur verið bætt verulega, að refsingarnar hafi þá ekki gengið hraðar upp á við,“ spyr Jón Þór. Thelma Ásdísardóttir þekkir til kynferðisbrotamála í gegnum störf sín og af eigin reynslu. Hún fagnar þyngingu dóma en vill hraðari þróun í þá átt og spyr hvað þurfi til, ef refsirammi sé ekki nýttur í alvarlegum málum sem þessu. „Því þau eru mjög erfið og sársaukinn er mikill,“ segir Thelma. „Og fólk situr uppi með þungar tilfinningar í kjölfarið. Það spyr sig, brotið gegn mér og sá sársauki sem ég hef þurft að þola, skiptir hann ekki meira máli en þetta?“ Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku Stefán Reyni Heimisson í sjö ára fangelsi fyrir fyrir að nema tíu ára stúlku á brott úr Vesturbænum og nauðga henni. Ýmsir hafa undrast að dómurinn hafi ekki verið þyngri. Nú er refsiramminn í kynferðisbrotamálum gegn börnum allt að 16 ár og þarna var um að ræða mál þar sem maðurinn átti sér engar málsbætur, hann beitti mjög grófu ofbeldi og einbeittur brotavilji var til staðar. Af hverju er þessi refsirammi ekki nýttur? „Það er löng hefð fyrir því í íslenskum refsirétti, eða hjá íslenskum dómstólum, að þrátt fyrir að refsimörkin séu há þá eru refsingarnar yfirleitt dæmdar mjög lágar í refsimörkunum. Þetta er ekki bundið við Ísland heldur á það við um öll Norðurlöndin,“ segir Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Í manndrápsmálum hefur 16 ára refsirammi verið nýttur en þrátt fyrir verulega þyngingu refsinga í kynferðisbrotamálum undanfarin ár eru þyngstu dómar fyrir kynferðisbrot gegn börnum átta ár. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Stefáns, býst við að máli hans verði áfrýjað til Hæstaréttar en Jón Þór vill ekki spá fyrir um hvort dómurinn verði þyngdur. „En það sem mér finnst hafa vantað hjá dómstólum er að ef verulegur munur er á aldri þolandans og gerandans, þá eigi það að vega mun þyngra við ákvörðun refsingar en verið hefur,“ segir Jón Þór. Þyngsti dómur í kynferðisbrotamáli gegn barni hér á landi féll árið 1961. Hann var tíu ár og var um að ræða nauðgunarbrot og ofbeldi. „Er það ásættanlegt á árinu 2013, þegar refsilöggjöfin hefur verið bætt verulega, að refsingarnar hafi þá ekki gengið hraðar upp á við,“ spyr Jón Þór. Thelma Ásdísardóttir þekkir til kynferðisbrotamála í gegnum störf sín og af eigin reynslu. Hún fagnar þyngingu dóma en vill hraðari þróun í þá átt og spyr hvað þurfi til, ef refsirammi sé ekki nýttur í alvarlegum málum sem þessu. „Því þau eru mjög erfið og sársaukinn er mikill,“ segir Thelma. „Og fólk situr uppi með þungar tilfinningar í kjölfarið. Það spyr sig, brotið gegn mér og sá sársauki sem ég hef þurft að þola, skiptir hann ekki meira máli en þetta?“
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira