Enski boltinn

Nárinn hans Flamini þarf meiri hvíld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mathieu Flamini.
Mathieu Flamini. Mynd/NordicPhotos/Getty
Mathieu Flamini, miðjumaður Arsenal, verður ekki leikfær á næstunni samkvæmt fréttum í enskum miðlum. Franski landsliðsmaðurinn þarf að hvíla í tvær til þrjár vikur til að jafna sig af nárameiðslinum sem hann varð fyrir um helgina.

Flamini meiddist á nára í 2-0 sigri á móti Crystal Palace á laugardaginn en hann var tekinn af velli strax á 8. mínútu leiksins.

Flamini mun missa af deildarbikarleik á móti Chelsea á morgun sem og deildarleik á móti Liverpool á laugardaginn. Það bendir líka allt til þess að hann missi af Meistaradeildarleik á móti Borussia Dortmund (6. nóvember) sem og leik á móti Manchester United fjórum dögum síðar.

Flamini hefur átt frábæra endurkomu í Arsenal-liðið í vetur eftir að hafa spilað í fimm tímabil með AC Milan á Ítalíu. Arsenal hefur unnið alla níu leikina sem Flamini hefur spilað á þessu tímabili, sjö í ensku úrvalsdeildinni

Mathieu Flamini kom til Arsenal á frjálsri sölu í sumar en hann spilað með félaginu frá 2004 til 2008 og varð með í síðasta titli Arsenal sem var bikarmeistaratitilinn vorið 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×