Enski boltinn

Messan: Hvor á sökina, Joe Hart eða Matija Nastasic?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres tryggði Chelsea 2-1 sigur á Manchester City í stórleik síðustu helgar í ensku úrvalsdeildinni en markið kom skömmu fyrir leikslok og eftir skelfileg varnarmistök City-manna.

Guðmundur Benediktsson ræddi sigurmarkið í Messunni ásamt gestum sínum þeim Hjörvari Hafliðasyni og Bjarna Guðjónssyni og höfðu þeir allir miklar skoðanir á þessu mikilvæga marki.

Torres fékk markið á silfurfati frá Serbanum Matija Nastasic og markverðinum Joe Hart. Nastasic ætlaði að skalla boltann aftur á Hart í marki Manchester City en tókst ekki betur en svo að Hart missti af boltanum og Torres sendi hann í tómt markið.

„Það er mikið búið að gagnrýna Joe Hart og kannski skiljanlega. Ég skil samt ekki með þennan ágæta strák Nastasic hvernig hann getur ekki séð útundan sér að Hart sé að koma. Það skil ég ekki," sagði Guðmundur Benediktsson en það er hægt að sjá alla umræðuna með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×