Fótbolti

Cleverley ekki með Englendingum í kvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tom Cleverley í leik með Englandi
Tom Cleverley í leik með Englandi nordicphotos / getty
Tom Cleverley, leikmaður enska landsliðsins og Manchester United, verður ekki með enska liðinu gegn Svartfellingum í kvöld og missir einnig af leiknum gegn Pólverjum á þriðjudagskvöldið vegna meiðsla.

England hefur ekki tryggt sæti sitt á lokamóti heimsmeistaramótsins í Brasilíu árið 2014 og því eru næstu tveir leikir gríðarlega mikilvægir.

Cleverley meiddist lítillega á æfingu í gær og verður því ekki með Englendingum.

Miðjumaðurinn hefur verið á bekknum í undanförnum landsleikjum en þeir Michael Carrick, Frank Lampard og Jack Wilshere hafa leikið inn á miðjunni fyrir enska.

Cleverley hefur aftur á móti komið inn á af bekknum í undankeppninni og spilað nokkuð vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×