Fótbolti

Armenar hjálpuðu Dönum - spennuleikur á Parken í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Armenía vann 2-1 sigur á Búlgaríu í dag í undankeppni HM og þessi úrslit koma sér vel fyrir Dani sem eru að berjast við Búlgara (og Armeníu) um annað sætið í B-riðlinum. Ítalir hafa þegar tryggt sér sigur í riðlinum en Búlgarar voru með eins stigs forskot á Dani fyrir leiki dagsins.

Danir taka á móti Ítölum á Parken í Kaupamannahöfn seinna í kvöld og geta nú náð tveggja stiga forskoti á Búlgaríu og þriggja stiga forskoti á Armeníu, vinni þeir leikinn.

Búlgarir misstu Nikolaj Bodurov af velli með rautt spjald á 44. mínútu og Aras Özbiliz kom Armenum í 1-0 mínútu síðar. Ivelin Popov náði að jafna metin á 61. mínútu leiksins en aðeins tveimur mínútur síðar voru Búlgarar orðnir níu á móti ellefu eftir að Svetoslav Dyakov fékk sitt annað gula spjald.

Armenar nýttu sér liðsmuninn og Yura Movsisyan skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. Armenar eru nú aðeins einu stigi á eftir Búlgörum og eiga því enn möguleika á öðru sætinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×