Fótbolti

Þjóðverjar komnir á HM í átjánda sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þjóðverjar fagna hér marki Sami Khedira.
Þjóðverjar fagna hér marki Sami Khedira. Mynd/NordicPhotos/Getty
Þýskaland tryggði sér í kvöld sigur í C-riðli í Evrópuhluta undankeppni HM 2014 og þar með farseðilinn á úrslitakeppnina í Brasilíu á næsta ári. Þýskaland vann 3-0 heimasigur á Írlandi og er með fimm stiga forskot á Svía fyrir lokaumferðina. Zlatan Ibrahimović tryggði Svíum annað sætið með því að skora sigurmarkið á móti Austurríki.

Þetta verður átjánda heimsmeistarakeppni Þjóðverja en þeir hafa verið með á öllum HM síðan að þeir unnu fyrsta heimsmeistaratitil sinn í Sviss 1954.

Sami Khedira skoraði eina markið í fyrri hálfleik strax á 12. mínútu, Chelsea-maðurinn André Schürrle bætti við öðru marki á 58. mínútu og Arsenal-maðurinn Mesut Özil innsiglaði síðan sigurinn undir blálokin.

Zlatan Ibrahimovic tryggði Svíum 2-1 sigur á Austurríki á Friends Arenal. Martin Harnik kom Austurríki í 0-1 á 29. mínútu en Martin Olsson jafnaði metin á 56. mínútu eftir stoðsendingu frá Zlatan. Zlatan Ibrahimović skoraði síðan sjálfur sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×