Fótbolti

Alfreð: Við afgreiddum þennan leik fagmannlega

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Þetta voru frábær úrslit þrátt fyrir kannski ekki fallegasta leik okkar í riðlinum,“ sagði Alfreð Finnbogason, leikmaður Íslands, eftir sigurinn á Kýpur í undankeppni HM í kvöld.

„Þetta er ennþá í okkar höndum eins og við viljum hafa þetta og framundan stórleikur út í Noregi.“

„Það var bara sótt á eitt mark í fyrri hálfleiknum en við vissum að það var nauðsynlegt að halda einbeitingu þar sem þeir ætluðu að beita skyndisóknum.“

„Mér fannst við afgreiða þennan leik mjög fagmannlega í kvöld. Við vörðumst vel sem lið og sóknarlega erum við alltaf hættulegir.“

Alfreð byrjaði á bekknum í leiknum en kom sterkur inn á í síðari hálfleiknum.

„Maður er auðvitað ekki sáttur við að byrja á bekknum. Alvöru keppnismenn vilja alltaf byrja alla leiki.“

Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Alfreð hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×