Fótbolti

Heilladísirnar með Nígeríu

Eyþór Atli Einarsson skrifar
Emmanuel Emenike var hetja Nígeríu í dag.
Emmanuel Emenike var hetja Nígeríu í dag. mynd/NordicPhotos/Getty
Eþíópía og Nígería áttust við í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu 2014. Nígeríumenn unnu leikinn 2-1 og eru þeir þar með komnir í góða stöðu fyrir síðari leikinn sem verður á þeirra heimavelli.

Behailu Assefa kom Eþíópíu yfir 1-0 með marki á 57. mínútu. Á þeirri 68. jafnaði Emmanuel Emenike, leikmaður Fenerbache, metin og allt virtist stefna í jafntefli.

Heilladísirnar voru með Nígeríumönnum en á 90. mínútu fengu þeir vítaspyrnu og á punktinn steig Emmanuel Emenike. Honum brást ekki bogalistin og tryggði sínum mönnum kærkominn sigur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×