Fótbolti

Moa: Við höfum mörg góð vopn

Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar
Mohammed Abdellaoue, framherji norska landsliðsins, segir leikmenn norska liðsins þurfa að vera ákveðna fyrir leikinn gegn Íslendingum. Liðið eigi að stefna ótrautt á þrjú stig.

„Ísland hefur hins vegar spilað mjög góðan fótbolta í undankeppninni, eru með sterkt lið. Við í hópnum höfum trú á okkur og viljum stigin þrjú.“

Abdellaou, sem spilar með Stuttgart í Þýskalandi, er næst markahæsti leikmaðurinn í norska landsliðshópnum með 7 mörk í 28 leikjum. Hann skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Noregs á Íslandi í Ósló fyrir tveimur árum úr vítaspyrnu. Hann minnir á að í liði þeirra norsku séu margir góðir leikmenn.

„Þeirra á meðal eru margir ungir leikmenn sem standa sig vel. Í augnablikinu hefur íslenska liðið þó fleiri stig, er að spila vel svo ég skil þá skoðun að íslensku leikmennirnir séu betri. Við verðum að hafa trú á okkur og höfum mörg góð vopn.“

Það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×