IKEA krefur meinta þjófa um á fimmtu milljón Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2013 12:16 Mynd/Vilhelm IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri IKEA á Íslandi, segir í samtali við Vísi að þeim hjá fyrirtækinu hafi þótt rannsókn lögreglu ganga hægt og því hafi þessi skref verið tekin. „Við erum búnir að vinna að þessu frá því málið kom upp því okkur fannst þetta ganga of hægt hjá lögreglunni, að koma með eigin kröfu og stefnu á þetta fólk. Það er búið að birta þeim stefnuna og ganga frá þessu öllu saman þannig að þetta er komið í það ferli hjá okkur.“ Krafa fyrirtækisins er að fólkinu verði gert að greiða upphæð sem nemur á fimmtu milljón króna en þó segir Þórarinn þau telja að stolið hafi verið fyrir mun meira. „Upphæðin er mikið hærri en þetta en aftur á móti við teljum okkur ekki geta sannað alla hluti, þó við vitum að það sé ekki í lagi. Þegar fólk er að skila vörum ítrekað sem aldrei eru seldar og þetta sama fólk er síðan gripið við að stela vitum við að þetta fólk var að stela því líka. Aftur á móti eru ekki til upptökur þetta langt aftur í tímann sem dæmi. Þannig að krafan í sjálfu sér er bara hluti af því sem við teljum að fólkið hafi tekið. En samtals með áföllnum kostnaði og öðru sýnist mér þetta vera einhversstaðar á milli fjórar og fimm milljónir,“ segir Þórarinn. „Okkur fannst þetta ganga ansi hægt hjá lögreglunni og við ákváðum að höfða þá einkamál á þessa aðila og gera fjárkröfu á hópinn. Síðan er það lögreglunnar að fara fram á mögulega refsingu fyrir þennan hóp. Þá fangelsisvist eða eitthvað í þeim dúr ef þannig fer,“ segir Þórarinn. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri IKEA á Íslandi, segir í samtali við Vísi að þeim hjá fyrirtækinu hafi þótt rannsókn lögreglu ganga hægt og því hafi þessi skref verið tekin. „Við erum búnir að vinna að þessu frá því málið kom upp því okkur fannst þetta ganga of hægt hjá lögreglunni, að koma með eigin kröfu og stefnu á þetta fólk. Það er búið að birta þeim stefnuna og ganga frá þessu öllu saman þannig að þetta er komið í það ferli hjá okkur.“ Krafa fyrirtækisins er að fólkinu verði gert að greiða upphæð sem nemur á fimmtu milljón króna en þó segir Þórarinn þau telja að stolið hafi verið fyrir mun meira. „Upphæðin er mikið hærri en þetta en aftur á móti við teljum okkur ekki geta sannað alla hluti, þó við vitum að það sé ekki í lagi. Þegar fólk er að skila vörum ítrekað sem aldrei eru seldar og þetta sama fólk er síðan gripið við að stela vitum við að þetta fólk var að stela því líka. Aftur á móti eru ekki til upptökur þetta langt aftur í tímann sem dæmi. Þannig að krafan í sjálfu sér er bara hluti af því sem við teljum að fólkið hafi tekið. En samtals með áföllnum kostnaði og öðru sýnist mér þetta vera einhversstaðar á milli fjórar og fimm milljónir,“ segir Þórarinn. „Okkur fannst þetta ganga ansi hægt hjá lögreglunni og við ákváðum að höfða þá einkamál á þessa aðila og gera fjárkröfu á hópinn. Síðan er það lögreglunnar að fara fram á mögulega refsingu fyrir þennan hóp. Þá fangelsisvist eða eitthvað í þeim dúr ef þannig fer,“ segir Þórarinn.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira