IKEA krefur meinta þjófa um á fimmtu milljón Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2013 12:16 Mynd/Vilhelm IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri IKEA á Íslandi, segir í samtali við Vísi að þeim hjá fyrirtækinu hafi þótt rannsókn lögreglu ganga hægt og því hafi þessi skref verið tekin. „Við erum búnir að vinna að þessu frá því málið kom upp því okkur fannst þetta ganga of hægt hjá lögreglunni, að koma með eigin kröfu og stefnu á þetta fólk. Það er búið að birta þeim stefnuna og ganga frá þessu öllu saman þannig að þetta er komið í það ferli hjá okkur.“ Krafa fyrirtækisins er að fólkinu verði gert að greiða upphæð sem nemur á fimmtu milljón króna en þó segir Þórarinn þau telja að stolið hafi verið fyrir mun meira. „Upphæðin er mikið hærri en þetta en aftur á móti við teljum okkur ekki geta sannað alla hluti, þó við vitum að það sé ekki í lagi. Þegar fólk er að skila vörum ítrekað sem aldrei eru seldar og þetta sama fólk er síðan gripið við að stela vitum við að þetta fólk var að stela því líka. Aftur á móti eru ekki til upptökur þetta langt aftur í tímann sem dæmi. Þannig að krafan í sjálfu sér er bara hluti af því sem við teljum að fólkið hafi tekið. En samtals með áföllnum kostnaði og öðru sýnist mér þetta vera einhversstaðar á milli fjórar og fimm milljónir,“ segir Þórarinn. „Okkur fannst þetta ganga ansi hægt hjá lögreglunni og við ákváðum að höfða þá einkamál á þessa aðila og gera fjárkröfu á hópinn. Síðan er það lögreglunnar að fara fram á mögulega refsingu fyrir þennan hóp. Þá fangelsisvist eða eitthvað í þeim dúr ef þannig fer,“ segir Þórarinn. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri IKEA á Íslandi, segir í samtali við Vísi að þeim hjá fyrirtækinu hafi þótt rannsókn lögreglu ganga hægt og því hafi þessi skref verið tekin. „Við erum búnir að vinna að þessu frá því málið kom upp því okkur fannst þetta ganga of hægt hjá lögreglunni, að koma með eigin kröfu og stefnu á þetta fólk. Það er búið að birta þeim stefnuna og ganga frá þessu öllu saman þannig að þetta er komið í það ferli hjá okkur.“ Krafa fyrirtækisins er að fólkinu verði gert að greiða upphæð sem nemur á fimmtu milljón króna en þó segir Þórarinn þau telja að stolið hafi verið fyrir mun meira. „Upphæðin er mikið hærri en þetta en aftur á móti við teljum okkur ekki geta sannað alla hluti, þó við vitum að það sé ekki í lagi. Þegar fólk er að skila vörum ítrekað sem aldrei eru seldar og þetta sama fólk er síðan gripið við að stela vitum við að þetta fólk var að stela því líka. Aftur á móti eru ekki til upptökur þetta langt aftur í tímann sem dæmi. Þannig að krafan í sjálfu sér er bara hluti af því sem við teljum að fólkið hafi tekið. En samtals með áföllnum kostnaði og öðru sýnist mér þetta vera einhversstaðar á milli fjórar og fimm milljónir,“ segir Þórarinn. „Okkur fannst þetta ganga ansi hægt hjá lögreglunni og við ákváðum að höfða þá einkamál á þessa aðila og gera fjárkröfu á hópinn. Síðan er það lögreglunnar að fara fram á mögulega refsingu fyrir þennan hóp. Þá fangelsisvist eða eitthvað í þeim dúr ef þannig fer,“ segir Þórarinn.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira