Enski boltinn

Wenger mun ræða við Wilshere um reykingar hans

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, var myndaður á dögunum að reykja fyrir utan skemmtistað.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur tjáð sig í enskum fjölmiðlum að hann ætli sér að ræða við Wilshere um atvikið.

„Ég er mjög svo á móti svona hegðun,“ sagði Wenger.

„Ég mun ræða alvarlega við leikmanninn, en menn verða að fara vel með sig og það er óábyrgt að stunda heilsuspillandi athæfi sem atvinnumaður. Þetta snýst einnig um mannorð hans og félagsins.“

Hér að neðan má sjá mynd af Wilshere með sígarettu í muninum en hún gengur um eins og eldur í sinu á veraldarvefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×