Fótbolti

Birkir Már æfði ekki vegna veikinda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birkir Már Sævarsson í leik með íslenska landsliðinu
Birkir Már Sævarsson í leik með íslenska landsliðinu mynd / daníel
Birkir Már Sævarsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Brann, gat ekki tekið þátt á æfingu liðsins í morgun þar sem hann er veikur.

Leikmaðurinn glímir við smávægilega flensu og ætti að vera klár fyrir leikinn á föstudagskvöldið.

Allir aðrir leikmenn tóku þátt á æfingunni sem fram fór í Fífunni en Laugardalsvöllurinn er þakinn snjó sem stendur.

Ísland mætir Kýpur á laugardalsvelli á föstudagkvöldið en um er að ræða síðasta heimaleik liðsins í undankeppni HM.

Liðið á enn möguleika á því að tryggja sér sæti í umspil um laust sæti á HM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×