Enski boltinn

Di Canio rekinn frá Sunderland

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
MYND NORDIC PHOTOS/GETTY
Sky fréttastofan greinir frá því að Paolo Di Canio hafi verið rekinn sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland nú í kvöld. Fréttir frá því fyrr í dag hermdu að hann fengi tvo leiki til viðbótar til að snúa gengi Sunderland en þær reyndust ekki á rökum reistar.

Sunderland hefur gengið afleitlega í upphafi leiktíðar. Liðið hefur aðeins náði í eitt stig í fimm leikjum og situr á botni deildarinnar.

Ekki nóg með að úrslitin hafi ekki verið liðinu hagstæð þá hefur spilamennska liðsins ekki verið upp á marga fiska og fékk stjórn Sunderland nóg nú um helgina þegar liðið tapaði sannfærandi 3-0 fyrir WBA.

Di Canio tók við liðinu á síðustu leiktíð og kom með mikla ástríðu til liðsins en hún hefur ekki skilað sér yfir á ný hafið tímabilið og taldi stjórn Sunderland að Di Canio gæti ekki snúið genginu við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×