Mikið undir hjá David Moyes Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2013 09:13 Stjórarnir Moyes (t.v.) og Brendan Rodgers. Nordicphotos/Getty Það er við hæfi að Luis Suarez snúi aftur að loknu tíu leikja banni sínu í stærsta leik 3. umferðar deildarbikarsins gegn Manchester United. Framherji Liverpool má reikna með óblíðum móttökum stuðningsmanna United enda óhætt að segja að framherjinn og Rauðu djöflarnir eigi sér forsögu. Þannig var Suarez dæmdur í leikbann árið 2011 fyrir kynþáttafordóma í garð Patrice Evra, varnarmanns United. Í kjölfarið tókust kapparnir ekki í hendur í næstu heimsókn Liverpool á Anfield. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, gaf í skyn á blaðamannafundi í gær að Suarez kæmi við sögu í leiknum. Úrúgvæinn mun ferðast með liðinu til Manchester en það mun ekki fást á hreint fyrr en skömmu fyrir leik hvort hann byrji. Líklegt má telja að Rodgers tefli fram sínu sterkasta mögulega liði á Old Trafford í kvöld. Liverpool er ekki í Evrópukeppni þetta árið og virðist Rodgers leggja áherslu á velgengni í deildabikarnum ef marka má uppstillingu hans í 2. umferðinni gegn Notts County.Wayne Rooney hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum.Nordicphotos/GettyGestirnir frá Merseyside verða án Phillipe Coutinho sem er frá vegna meiðsla auk þess sem varafyrirliðinn Daniel Agger er tæpur. Eftir frábært gengi í upphafi leiktíðar hefur Liverpool fengið eitt stig úr síðustu tveimur leikjum í deildinni. Liðið tapaði óvænt á heimavelli gegn Southampton um helgina. Pressan á David Moyes, stjóra Manchester United, fyrir leikinn í kvöld er mikil. Moyes mátti horfa upp á risatap gegn grönnunum í City um helgina auk þess sem liðið tapaði 1-0 gegn Liverpool í deildinni á dögunum. Ljóst er að tap á heimavelli gegn erkifjendunum myndi styggja stuðningsmenn United verulega. Ekki bætir úr skák fyrir heimamenn að Robin van Persie er enn frá keppni vegna meiðsla. Nokkrir leikmenn United hafa hlotið mikla gagnrýni undanfarnar vikur en líklega enginn meiri en kantmaðurinn Ashley Young. Fróðlegt verður að sjá hvort Moyes treysti áfram á Englendinginn eða gefi Japananum Shinji Kagawa langþráð tækifæri.Daniel Sturridge fagnar sigurmarki sínu gegn United á dögunum.Nordicphotos/GettyUnited og Liverpool hafa ekki mæst í deildabikarnum síðan í úrslitaleiknum fyrir tíu árum. Þá vann Liverpool 2-0 sigur með með mörkum Steven Gerrard og Michael Owen. Heimamenn ættu að hafa gætur á Daniel Sturridge í leiknum. Landsliðsframherji Englendinga hefur skorað í báðum leikjum sínum með Liverpool gegn United. Leikur United og Liverpool hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Sport 2 & HD. Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Það er við hæfi að Luis Suarez snúi aftur að loknu tíu leikja banni sínu í stærsta leik 3. umferðar deildarbikarsins gegn Manchester United. Framherji Liverpool má reikna með óblíðum móttökum stuðningsmanna United enda óhætt að segja að framherjinn og Rauðu djöflarnir eigi sér forsögu. Þannig var Suarez dæmdur í leikbann árið 2011 fyrir kynþáttafordóma í garð Patrice Evra, varnarmanns United. Í kjölfarið tókust kapparnir ekki í hendur í næstu heimsókn Liverpool á Anfield. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, gaf í skyn á blaðamannafundi í gær að Suarez kæmi við sögu í leiknum. Úrúgvæinn mun ferðast með liðinu til Manchester en það mun ekki fást á hreint fyrr en skömmu fyrir leik hvort hann byrji. Líklegt má telja að Rodgers tefli fram sínu sterkasta mögulega liði á Old Trafford í kvöld. Liverpool er ekki í Evrópukeppni þetta árið og virðist Rodgers leggja áherslu á velgengni í deildabikarnum ef marka má uppstillingu hans í 2. umferðinni gegn Notts County.Wayne Rooney hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum.Nordicphotos/GettyGestirnir frá Merseyside verða án Phillipe Coutinho sem er frá vegna meiðsla auk þess sem varafyrirliðinn Daniel Agger er tæpur. Eftir frábært gengi í upphafi leiktíðar hefur Liverpool fengið eitt stig úr síðustu tveimur leikjum í deildinni. Liðið tapaði óvænt á heimavelli gegn Southampton um helgina. Pressan á David Moyes, stjóra Manchester United, fyrir leikinn í kvöld er mikil. Moyes mátti horfa upp á risatap gegn grönnunum í City um helgina auk þess sem liðið tapaði 1-0 gegn Liverpool í deildinni á dögunum. Ljóst er að tap á heimavelli gegn erkifjendunum myndi styggja stuðningsmenn United verulega. Ekki bætir úr skák fyrir heimamenn að Robin van Persie er enn frá keppni vegna meiðsla. Nokkrir leikmenn United hafa hlotið mikla gagnrýni undanfarnar vikur en líklega enginn meiri en kantmaðurinn Ashley Young. Fróðlegt verður að sjá hvort Moyes treysti áfram á Englendinginn eða gefi Japananum Shinji Kagawa langþráð tækifæri.Daniel Sturridge fagnar sigurmarki sínu gegn United á dögunum.Nordicphotos/GettyUnited og Liverpool hafa ekki mæst í deildabikarnum síðan í úrslitaleiknum fyrir tíu árum. Þá vann Liverpool 2-0 sigur með með mörkum Steven Gerrard og Michael Owen. Heimamenn ættu að hafa gætur á Daniel Sturridge í leiknum. Landsliðsframherji Englendinga hefur skorað í báðum leikjum sínum með Liverpool gegn United. Leikur United og Liverpool hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Sport 2 & HD.
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira