Fótbolti

Miðar á leik Íslands og Kýpur seljast eins og heitar lummur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / Valli
Miðasalan á leik Íslands og Kýpur í undankeppni HM árið 2013 er hafinn og fer hún vel af stað. Alls seldust um 1000 miðar á fyrsta klukkutímanum og miðarnir halda áfram að fjúka út.

Ísland tekur á móti Kýpverjum föstudaginn 11. október en leikurinn er sá síðasti á Laugardalsvelli í undankeppninni.

Uppselt var á leik Íslands og Albaníu á þriðjudagskvöld og líklegt að það seljist einnig upp á leikinn gegn Kýpur.

Ísland er í öðru sæti E-riðils með 13 stig, fimm stigum á eftir Svisslendingum sem eru með 18 stig.

Takist liðinu að leggja Kýpur að velli er liðið í kjörstöðu í baráttunni um sæti í umspili í haust.

Hægt er að kaupa miða hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×