Tengsl Sir Alex við Val enn ráðgáta | James Bett ekki svarið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2013 12:53 Mynd/Samsett Mynd af Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóra Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, með sólhatt með merki Knattspyrnufélagsins Vals hefur vakið mikla athygli. Myndin var birt á Twitter í gær þar sem Sir Alex Ferguson stýrir æfingu skoska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Mexíkó árið 1986. Menn hafa velt vöngum yfir því hvernig til þess kom að að Ferguson fékk hatt með merki Hlíðarendafélagsins. „Ég hef ekki hugmynd en þetta hljómar mjög vel að Valur sé kominn á heimsmeistaramótið,“ segir Ian Ross, fyrrverandi þjálfari meistaraflokks karla hjá Val, í samtali við Vísi. Ross, sem er skoskur líkt og Ferguson, þjálfaði Valsmenn á árunum 1984 til 1987. Ross hafði ekki séð umrædda mynd þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið. Ross býr í Liverpool en hann er dyggur stuðningsmaður þeirra rauðklæddu á Anfield og fer á alla heimaleiki Liverpool „Þetta lítur vel út núna enda erum við í efsta sæti,“ segir Ross og hlær. „Það er samt mikið eftir af mótinu.“ segir Ross. Hann segist eiga góðar minningar frá tíma sínum hjá Valsmönnum og heldur enn góðu sambandi við Hörð Hilmarsson. Hörður hélt í fyrstu að hann væri mögulega með svarið við ráðgátunni eða allt þar til hann heyrði frá hvaða ári myndin var tekin. Hann hélt það tengdist einu af fyrstu ferðum ÍT-ferða til Englands á miðjum níunda áratugnum. Þá hafi einn ferðalanganna átt fertugsafmæli og hópurinn farið á æfingasvæði United, The Cliff, þar sem Ferguson ræddi við þá. „Ég hélt að hann hefði kannski gefið Ferguson húfuna,“ segir Hörður. Halldór Einarsson, betur þekktur sem Henson, hafði heldur ekki séð umrædda mynd af Sir Alex með Valshattinn. Manchester United spilaði við Valsmenn árið 1982 en þá var Ferguson ekki tekinn við United. „Þá var Ron Atkinson stjóri hjá United,“ segir Henson sem hitti þó Ferguson einu sinni á úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þá sætu þeir hvor nálægt öðrum. Henson kannaðist þó ekki við að hafa ahent Ferguson eitt stykki Valshúfu. „Sem betur fer þá fer Valurinn víða,“ segir Henson léttur. Einn aðili var líklegur til að hafa fært Ferguson hattinn umrædda. James Bett, sem lék í skamma stund með Valsmönnum á níunda áratugnum og KR á þeim tíunda, var leikmaður hjá Aberdeen undir stjórn Ferguson. Þá var hann einnig í landsliðshópi Skota á heimsmeistaramótinu í Mexíkó 1986. Íþróttadeild hefur verið í sambandi við syni Bett í dag, þá Calum Þór og Baldur, en þeir voru ekki vissir hvort faðir þeirra væri sá sem bæri ábyrgð á höfuðklæðnaði Ferguson. Þeir tóku þó vel í beiðni Vísis um að heyra í karli föður sínum og kanna málið. Bett eldri kom af fjöllum og kannaðist ekkert við að hafa gefið Ferguson umræddan hatt. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
Mynd af Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóra Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, með sólhatt með merki Knattspyrnufélagsins Vals hefur vakið mikla athygli. Myndin var birt á Twitter í gær þar sem Sir Alex Ferguson stýrir æfingu skoska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Mexíkó árið 1986. Menn hafa velt vöngum yfir því hvernig til þess kom að að Ferguson fékk hatt með merki Hlíðarendafélagsins. „Ég hef ekki hugmynd en þetta hljómar mjög vel að Valur sé kominn á heimsmeistaramótið,“ segir Ian Ross, fyrrverandi þjálfari meistaraflokks karla hjá Val, í samtali við Vísi. Ross, sem er skoskur líkt og Ferguson, þjálfaði Valsmenn á árunum 1984 til 1987. Ross hafði ekki séð umrædda mynd þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið. Ross býr í Liverpool en hann er dyggur stuðningsmaður þeirra rauðklæddu á Anfield og fer á alla heimaleiki Liverpool „Þetta lítur vel út núna enda erum við í efsta sæti,“ segir Ross og hlær. „Það er samt mikið eftir af mótinu.“ segir Ross. Hann segist eiga góðar minningar frá tíma sínum hjá Valsmönnum og heldur enn góðu sambandi við Hörð Hilmarsson. Hörður hélt í fyrstu að hann væri mögulega með svarið við ráðgátunni eða allt þar til hann heyrði frá hvaða ári myndin var tekin. Hann hélt það tengdist einu af fyrstu ferðum ÍT-ferða til Englands á miðjum níunda áratugnum. Þá hafi einn ferðalanganna átt fertugsafmæli og hópurinn farið á æfingasvæði United, The Cliff, þar sem Ferguson ræddi við þá. „Ég hélt að hann hefði kannski gefið Ferguson húfuna,“ segir Hörður. Halldór Einarsson, betur þekktur sem Henson, hafði heldur ekki séð umrædda mynd af Sir Alex með Valshattinn. Manchester United spilaði við Valsmenn árið 1982 en þá var Ferguson ekki tekinn við United. „Þá var Ron Atkinson stjóri hjá United,“ segir Henson sem hitti þó Ferguson einu sinni á úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þá sætu þeir hvor nálægt öðrum. Henson kannaðist þó ekki við að hafa ahent Ferguson eitt stykki Valshúfu. „Sem betur fer þá fer Valurinn víða,“ segir Henson léttur. Einn aðili var líklegur til að hafa fært Ferguson hattinn umrædda. James Bett, sem lék í skamma stund með Valsmönnum á níunda áratugnum og KR á þeim tíunda, var leikmaður hjá Aberdeen undir stjórn Ferguson. Þá var hann einnig í landsliðshópi Skota á heimsmeistaramótinu í Mexíkó 1986. Íþróttadeild hefur verið í sambandi við syni Bett í dag, þá Calum Þór og Baldur, en þeir voru ekki vissir hvort faðir þeirra væri sá sem bæri ábyrgð á höfuðklæðnaði Ferguson. Þeir tóku þó vel í beiðni Vísis um að heyra í karli föður sínum og kanna málið. Bett eldri kom af fjöllum og kannaðist ekkert við að hafa gefið Ferguson umræddan hatt.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira