Blátt áfram í skólana Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2013 14:31 Sigríður segir eðlilegt að neikvæðar raddir heyrist vegna starfs Blátt áfram; verið er að ýta við málaflokki sem fæstir vilja vita af. Samtökin Blátt áfram eru að hefja sitt starf í skólum landsins en tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fjölgar ætíð verulega eftir heimsóknir samtakanna. Blátt áfram hafa mátt sæta gagnrýni á þeim forsendum að hugsanlega sé tilkynnt um brot sem engin eru. Sigríður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Blátt áfram, segir að fyrst og fremst starfi samtökin að fræðslu fyrir fullorðna, foreldra og aðra sem starfa með börnum og unglingum; við að finna leiðir og átta sig á því hversu lítið þurfi í raun að gera til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. „En við erum líka að bjóða uppá fræðslu fyrir skóla; börnin og unglingana. Það er það sem við erum fyrst og fremst í núna. Erum að fara í skólana: Brúðuleikhúsið fyrir krakkana – Krakkarnir í hverfinu, svo erum við með teiknimyndina Leyndarmálið og svo erum við með lífsleikni fyrir unglingana.“ Samtökin eru með auglýsingaherferð í farvatninu nú í lok mánaðarins og fjölmiðlaumfjöllun. Þá mun fyrsta herferðin endursýnd, „sem vakti mikla athygli og var markviss,“ en samtökin verða tíu ára á þessu ári. Flestir eru sammála um að fyllsta ástæða sé til að ræða þennan skelfilega vanda og hinn viðurstyggilega verknað sem kynferðisofbeldi gegn börnum er. Engu að síður hafa Blátt áfram sætt gagnrýni. Hermann Stefánsson rithöfundur skrifaði til að mynda grein sem birtist í Fréttablaðinu í maí á þessu ári og vakti nokkra athygli. Þar segist hann ekki trúa á þá „sjúklegu hugmyndafræði“ sem Blátt áfram boðar, það „ofsóknarbrjálæði sem samtökin vilja að fólk lifi í“. Sigríður kannast við gagnrýni. „Jájá, við heyrum líka neikvæðar raddir. Það er eðlilegt. Við erum að ýta við málaflokki sem fæstir vilja vita af. Áhyggjurnar eru held ég þær að fólk hafi óttast að verið sé að tilkynna um hvað eina er varðar börnin. Við viljum að sérfræðingar skeri úr um hvað er að angra barnið, hvort um sé að ræða kynferðisofbeldi eða eitthvað annað. Varðandi þennan málaflokk, ef fólk gæfi sér tækifæri og tíma til að kynna sér þetta þá myndi það átta sig á því að það er svo margt sem það veit ekki að það veit ekki, ef svo má segja. Það er svo margt sem við sjáum ekki af því að við erum ekki með réttu gleraugun. En þegar við erum komin með haldgóðar upplýsingar um það hverju við erum að leita að, þá sjáum við miklu meira.“ Sigríður skorar á þá einstaklinga sem vilja gagnrýna starf Blátt áfram að hafa samband við sig, fá meiri upplýsingar eða jafnvel sitja fyrirlestra á vegum samtakanna. „Óttinn er góður því það segir mér að fólk er að koma út úr afneitun. Og það er miklu meira um kynferðisofbeldi en við áttum okkur á.“ Sigríður segir að alltaf í kjölfar kynninga eða sýninga Blátt áfram fjölgi mjög tilkynningum. „Börnin verða að fá þau skilaboð að ef þau segja frá, þá fá þau hjálp. Við viljum vera til staðar fyrir þau. Það hefur mikið breyst í samfélaginu. Þegar við hófum starf 2004 var ekki mikil umræða um þetta, þó Stígamót hafi lyft Grettistaki, en það er mikilvægt að halda umræðunni við og minna á að það er mikið af börnum sem verða fyrir svona ofbeldi – og við erum ekki að taka eftir því.“ Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira
Samtökin Blátt áfram eru að hefja sitt starf í skólum landsins en tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fjölgar ætíð verulega eftir heimsóknir samtakanna. Blátt áfram hafa mátt sæta gagnrýni á þeim forsendum að hugsanlega sé tilkynnt um brot sem engin eru. Sigríður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Blátt áfram, segir að fyrst og fremst starfi samtökin að fræðslu fyrir fullorðna, foreldra og aðra sem starfa með börnum og unglingum; við að finna leiðir og átta sig á því hversu lítið þurfi í raun að gera til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. „En við erum líka að bjóða uppá fræðslu fyrir skóla; börnin og unglingana. Það er það sem við erum fyrst og fremst í núna. Erum að fara í skólana: Brúðuleikhúsið fyrir krakkana – Krakkarnir í hverfinu, svo erum við með teiknimyndina Leyndarmálið og svo erum við með lífsleikni fyrir unglingana.“ Samtökin eru með auglýsingaherferð í farvatninu nú í lok mánaðarins og fjölmiðlaumfjöllun. Þá mun fyrsta herferðin endursýnd, „sem vakti mikla athygli og var markviss,“ en samtökin verða tíu ára á þessu ári. Flestir eru sammála um að fyllsta ástæða sé til að ræða þennan skelfilega vanda og hinn viðurstyggilega verknað sem kynferðisofbeldi gegn börnum er. Engu að síður hafa Blátt áfram sætt gagnrýni. Hermann Stefánsson rithöfundur skrifaði til að mynda grein sem birtist í Fréttablaðinu í maí á þessu ári og vakti nokkra athygli. Þar segist hann ekki trúa á þá „sjúklegu hugmyndafræði“ sem Blátt áfram boðar, það „ofsóknarbrjálæði sem samtökin vilja að fólk lifi í“. Sigríður kannast við gagnrýni. „Jájá, við heyrum líka neikvæðar raddir. Það er eðlilegt. Við erum að ýta við málaflokki sem fæstir vilja vita af. Áhyggjurnar eru held ég þær að fólk hafi óttast að verið sé að tilkynna um hvað eina er varðar börnin. Við viljum að sérfræðingar skeri úr um hvað er að angra barnið, hvort um sé að ræða kynferðisofbeldi eða eitthvað annað. Varðandi þennan málaflokk, ef fólk gæfi sér tækifæri og tíma til að kynna sér þetta þá myndi það átta sig á því að það er svo margt sem það veit ekki að það veit ekki, ef svo má segja. Það er svo margt sem við sjáum ekki af því að við erum ekki með réttu gleraugun. En þegar við erum komin með haldgóðar upplýsingar um það hverju við erum að leita að, þá sjáum við miklu meira.“ Sigríður skorar á þá einstaklinga sem vilja gagnrýna starf Blátt áfram að hafa samband við sig, fá meiri upplýsingar eða jafnvel sitja fyrirlestra á vegum samtakanna. „Óttinn er góður því það segir mér að fólk er að koma út úr afneitun. Og það er miklu meira um kynferðisofbeldi en við áttum okkur á.“ Sigríður segir að alltaf í kjölfar kynninga eða sýninga Blátt áfram fjölgi mjög tilkynningum. „Börnin verða að fá þau skilaboð að ef þau segja frá, þá fá þau hjálp. Við viljum vera til staðar fyrir þau. Það hefur mikið breyst í samfélaginu. Þegar við hófum starf 2004 var ekki mikil umræða um þetta, þó Stígamót hafi lyft Grettistaki, en það er mikilvægt að halda umræðunni við og minna á að það er mikið af börnum sem verða fyrir svona ofbeldi – og við erum ekki að taka eftir því.“
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira