Fótbolti

Átta leikmenn á hættusvæði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er á hættusvæði eftir gula spjaldið í fyrri leiknum í Albaníu. Hér er hann í leiknum í Bern á föstudaginn.
Gylfi Þór Sigurðsson er á hættusvæði eftir gula spjaldið í fyrri leiknum í Albaníu. Hér er hann í leiknum í Bern á föstudaginn. Nordicphotos/AFP
Fjölmargir leikmenn íslenska landsliðsins fara í leikbann fái þeir gult spjald í viðureign Íslands og Albaníu í undankeppni HM 2014 annað kvöld.

Aron Einar Gunnarsson og Kári Árnason fengu gul spjöld í 4-4 jafnteflinu gegn Sviss í Bern. Spjaldið var þeirra þriðja en þeir hafa þegar tekið út leikbann í undankeppninni. Eitt spjald til viðbótar þýðir að þeir missa af næsta leik.

Auk þeirra eru Alfreð Finnbogason, Sölvi Geir Ottesen, Birkir Már Sævarsson og Kolbeinn Sigþórsson á hættusvæði af þeim leikmönnum sem gætu komið við sögu annað kvöld. Emil Hallfreðsson og Eggert Gunnþór Jónsson eru líka einu spjaldi frá leikbanni en þeir verða ekki í leikmannahópi liðsins annað kvöld.

Ísland mætir Albaníu á Laugardalsvelli annað kvöld en næsti leikur á eftir verður gegn Kýpur á Laugardalsvelli föstudagskvöldið 11. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×