Fótbolti

Lampard að komast í 100 leikja klúbbinn | hættir eftir HM

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frank Lampard.
Frank Lampard. Mynd / Getty Images
Englendingurinn Frank Lampard hefur gefið sterklega til kynna að heimsmeistaramótið í Brasilíu á næsta árið verði síðustu leikir hans sem leikmaður enska landsliðsins.

Lampard stefnir óðum að því að verða áttundi Englendingurinn sem spilar 100 leikið fyrir þjóð sína en hann hefur leikið 99 leiki. 

Miðjumaðurinn leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea en hann verður 36 ára þegar heimsmeistaramótið fer fram í Brasilíu á næsta ári.

England mætir Úkraínu í H-riðli annað kvöld og getur liðið með sigri styrkt stöðu sína á toppi riðilsins.

„Í sannleika sagt verð ég að viðurkenna að þetta verður líklega síðasta tímabilið mitt með enska landsliðinu,“ segir Frank Lampard í enskum fjölmiðlum.

„Það væri frábært að komast með liðinu á heimsmeistaramótið og væri einstaklega viðeigandi fyrir mig að enda landsliðsferilinn minn þar.“

„Það væri martröð fyrir mig að hætta með landsliðinu í vor takist liðinu ekki að komast á mótið í Brasilíu og því mun ég gera allt sem ég get til að aðstoða liðið við að komast á stærsta mót í heiminum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×