Fótbolti

Strákarnir okkar æfðu á Laugardalsvelli | Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu æfði á Laugardalsvelli í dag en liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Albaníu annað kvöld í undankeppni HM sem fram fer í Brasilíu næsta sumar.

Íslenska landsliðið er nýkomið heim úr magnaðri ferð til Sviss en liðið gerði 4-4 jafntefli við heimamenn í ótrúlegum leik.

Miðasalan gengur vonum framar á leikinn annað kvöld og má fastlega gera ráð fyrir því að það verði uppselt. Leikurinn hefst klukkan 19:00 annað kvöld og fer fram á Laugardalsvelli.

Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á æfingu hjá landsliðinu í morgun og tók þessar fínu myndir.

mynd / pjetur
Íslenska landsliðið á æfingu í morgun.Myndir / Pjetur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×