Innlent

„Við erum algjörlega í skýjunum“

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
María Rut og Daniel Isebarn Ágústsson lögmaður fögnuðu við uppkvaðningu dómsins.
María Rut og Daniel Isebarn Ágústsson lögmaður fögnuðu við uppkvaðningu dómsins. Mynd/GVA
„Við unnum fullnaðarsigur. Þetta er sögulegt mál enda fyrsta skipti sem stúdentaráð fer í mál og við unnum. Þetta sýnir að hagsmunabaráttan er ekki til einskis,“ segir María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs.

Rétt í þessu féll dómur í héraðsdómi Reykjavíkur í máli Stúdentaráðs gegn LÍN og íslenska ríkinu, en málið var höfðað vegna breytinga sem gerðar voru á útlánareglum sjóðsins. 



Fallist var á kröfu Stúdentaráðs að fella niður breytingu á grein 2.2. í úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Breytingin fólst í að lágmarksnámsframvinda var hækkuð í 22 einingar úr 18 einingum.

„Þetta þýðir að lágmarksframvindan verður áfram 18. Við erum algjörlega í skýjunum. Við erum búin að vera í allt sumar að vinna að þessu markmiði, fengum lítinn fyrirvara til að bregðast við og höfum nýtt alla okkar klukkutíma að vinna í þágu stúdenta og tryggja að þessi breyting verði ekki að veruleika,“ segir María Rut.

María segir að breytingin hefði verið verulega íþyngjandi fyrir hátt í tvö þúsund námsmenn.

„Mjög margir einstaklingar voru uggandi yfir sinni framtíð og við vorum búin að fá ótal sögur frá fólki sem þurfti ef til vill að hætta við að fara í skóla út af þessum breytingum,“ segir María Rut.  

Rétt eftir að dómur var kveðinn sagði lögmaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna að sjóðurinn myndi að öllum líkindum áfrýja niðurstöðunni til Hæstaréttar. María Rut segir að nú verði bara að bíða og sjá. „Þetta er ekki í okkar höndum. Í dag fögnum við. Mér líður allavega stórvel, var með hita áðan en ég held hann sé bara farinn,“," segir María Rut. 


Tengdar fréttir

Námsmönnum misbýður

Öll námsmannafélög á Íslandi hafa tekið sig saman til að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði LÍN.

Ungir framsóknarmenn skora á Illuga

Ungir framsóknarmenn skora á Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra að skerða ekki aðgang fólks til náms með fyrirhuguðum breytingum á reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Mál Stúdentaráðs gegn LÍN þingfest

Stúdentaráð hefur nú höfðað mál gegn íslenska ríkinu og LÍN vegna breytinga sem gerðar voru á útlánareglum sjóðsins. Málið var þingfest í hérðasdómi í dag. Sigurbjörn Magnússon er lögmaður LÍN.

Hundruð missa rétt sinn til námsláns

Stúdentaráð hefur nú höfðað mál gegn Lánasjóði íslenskra námsmanna og íslenska ríkinu vegna breytinga á úthlutunarreglum sjóðsins. Lögmaður Stúdentaráðs telur hundruði geta misst rétt sinn til láns vegna breytinganna.

Stúdentaráð í mál við LÍN

Stúdentaráð ætlar að höfða mál gegn íslenska ríkinu og Lánasjóði íslenskra námsmanna vegna breytinga sem gerðar voru á útlánareglum sjóðsins.

Sáttatillögu stúdenta hafnað af stjórn LÍN

„Þetta eru vonbrigði,“ segir María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem í gær fundaði með stjórn LÍN um fyrirhugaðar breytingar á útlánareglum sjóðsins. Á fundinum hafnaði stjórnin sáttatillögum stúdenta.

LÍN-grín

Nýlega kom út skýrsla sem sýnir að Íslendingar eru elstir allra til að útskrifast úr háskóla. Sama skýrsla segir líka að við séum eina þjóðin sem styrkir grunnskólanemendur meira en háskólanema.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×