Stúdentar funda með ráðherra í fyrsta skiptið í dag Valur Grettisson skrifar 1. júlí 2013 11:54 María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs. Formenn stúdentafélaganna munu funda með menntamálaráðherra í dag. Hún segir breytingarnar einnig bitna á öryrkjum. Formenn Stúdentaráða landsins munu funda með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra síðdegis í dag en það verður fyrsti formlegur fundurinn á milli þessara aðila. Umræðuefnið er breytingar á fyrirkomulagi Lánasjóðs námsmanna, LÍN, og mikið ber í milli samkvæmt Maríu Rut Kristinsdóttur formanns Stúdentaráðs sem rætt var við í Íslandi í bítið í morgun. „Það eru allir sammála um að það er illa að þessu staðið,“ sagði María Rut í morgun en hún segir stúdenta helst óásátta við samráðsleysi og stuttan fyrirvara, en til stendur að breytingarnar, sem munu hafa veruleg áhrif á líf stúdenta, muni taka giildi næsta haust. María Rut segir breytingarnar einnig eiga eftir að hafa alvarleg áhrif á öryrkja í námi. Nú þurfa þeir að klára ellefu einingar í stað níu. Þetta er þó vandkvæðum bundið. María Rut bendir á að námið bjóði langoftast upp á tíu eininga áfanga, og svo sex einingar, það sé því tæknilega flókið að ætla að skila ellefu einingum. María Rut segir skilningsleysi á raunaðstæðum í skólanum, „okkur finnst þetta bera keim af töluleikjum ráðamanna,“ Segir formaður stúdentaráðs að lokum. Hægt er að hlusta á viðtalið við hana hér fyrir ofan. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Formenn stúdentafélaganna munu funda með menntamálaráðherra í dag. Hún segir breytingarnar einnig bitna á öryrkjum. Formenn Stúdentaráða landsins munu funda með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra síðdegis í dag en það verður fyrsti formlegur fundurinn á milli þessara aðila. Umræðuefnið er breytingar á fyrirkomulagi Lánasjóðs námsmanna, LÍN, og mikið ber í milli samkvæmt Maríu Rut Kristinsdóttur formanns Stúdentaráðs sem rætt var við í Íslandi í bítið í morgun. „Það eru allir sammála um að það er illa að þessu staðið,“ sagði María Rut í morgun en hún segir stúdenta helst óásátta við samráðsleysi og stuttan fyrirvara, en til stendur að breytingarnar, sem munu hafa veruleg áhrif á líf stúdenta, muni taka giildi næsta haust. María Rut segir breytingarnar einnig eiga eftir að hafa alvarleg áhrif á öryrkja í námi. Nú þurfa þeir að klára ellefu einingar í stað níu. Þetta er þó vandkvæðum bundið. María Rut bendir á að námið bjóði langoftast upp á tíu eininga áfanga, og svo sex einingar, það sé því tæknilega flókið að ætla að skila ellefu einingum. María Rut segir skilningsleysi á raunaðstæðum í skólanum, „okkur finnst þetta bera keim af töluleikjum ráðamanna,“ Segir formaður stúdentaráðs að lokum. Hægt er að hlusta á viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira