Innlent

„Eitt stærsta hagsmunamál sem komið hefur upp á síðustu árum“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
María Rut Kristinsdóttir er formaður Stúdentaráðs.
María Rut Kristinsdóttir er formaður Stúdentaráðs. samsett mynd
Dómsuppkvaðning í máli Stúdentaráðs gegn LÍN og íslenska ríkinu verður klukkan 14 í dag, en málið var höfðað vegna breytinga sem gerðar voru á útlánareglum sjóðsins. Það var þingfest í héraðsdómi um miðjan síðasta mánuð og fékk flýtimeðferð fyrir dómstólum.

María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segist ekki þora að segja til um það hvernig dómurinn fer en segir það gott að fá lyktir í málið áður en skólinn hefst almennlega svo fólk viti hvert stefnir.

Að sögn Maríu liggur næsta skref ekki fyrir falli dómurinn Stúdentaráði í óhag. „Þá held ég að við þurfum bara að setjast aftur niður og skoða okkar stöðu. Við munum gera allt sem í okkar valdur stendur til að gæta hagsmuna stúdenta. Þetta er eitt stærsta hagsmunamál sem komið hefur upp á síðustu árum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×