Innlent

Námsmönnum misbýður

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Anna Marsibil segir að námsmannafélögin sýni einstaka samtöðu í þessu máli. Það varði alla námsmenn, sem og námsmenn framtíðarinnar.
Anna Marsibil segir að námsmannafélögin sýni einstaka samtöðu í þessu máli. Það varði alla námsmenn, sem og námsmenn framtíðarinnar.
„Stúdentafélögin hafa verið að mynda með sér meira samstarf en áður hefur verið, og það er sérstaklega mikil þörf á því í þessu tilfelli. Við töluðum líka við samband íslenskra framhaldskólanema og ef það væri samband íslenskra grunnskólanema hefðum við líka talað við þau, þar sem þetta er mál sem varðar alla námsmenn, sem og námsmenn framtíðarinnar,“ segir Anna Marsibil Clausen, alþjóðasamskiptafulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Öll námsmannafélög á Íslandi mótmæla fyrirhuguðum niðurskurðu á fjárframlögum ríkisins til LÍN. Nú hafa yfir fimm þúsund manns skrifað undir undirskriftarlista þar sem menntamálaráðherra er kvattur til að taka ákvörðina til alvarlegrar endurskoðunar.

Námsmannafélögin segja vinnubrögðin óskiljanleg í fréttatilkynningu sem barst rétt í þessu. Meira þurfi en tveggja klukkutstunda fund hjá nýkjörinni stjórn til að taka jafn veigamikla ákvörðun og þessa. Aðlögunartímabil stúdenta að breytingunum sé allt of stuttur.

Í yfirlýsingunni kemur fram að kjör íslenskra stúdenta séu töluvert bágbornari en á hinum Norðurlöndunum, en þar hljóti stúdentar styrki að viðbættum valkvæðum lánum. Það sé því forkastanlegt að stjórnvöld ætli sér að draga enn úr kjörum íslenskra námsmanna.

„Þessar breytingar eru gjörsamlega fáránlegar og koma námsmönnum í mjög opna skjöldu. Auðvitað er réttast að fjárfesta í menntun,“ segir Anna.

Námsmannafélögin sammála um að ákvarðanir sem teknar séu í slíku flýti séu einhliða og illa ígrundaðar. Þessi ákvörðun um LÍN misbjóði íslenskum námsmönnum. Námsmannafélögin gera skýlausa kröfu um að fallið verði frá niðurskurði, og að breytingar á úthlutunarreglum verði endurskoðaðar.

Námsmannafélögin eru:

Nemendafélag Háskólans á Bifröst

Nemendafélag Landbúnaðarháskóla Íslands

Nemendaráð Listaháskóla Íslands

Samband íslenskra framhaldsskólanema

Félag Stúdenta við Háskólann á Akureyri

Samband íslenskra námsmanna erlendis

Stúdentafélag Háskólans á Hólum

Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×