Íslenski boltinn

Lykilmenn í leikbann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Atli Jóhannsson tekur út leikbann á mánudaginn gegn ÍA.
Atli Jóhannsson tekur út leikbann á mánudaginn gegn ÍA.
Níu leikmenn úr Pepsi-deild karla í knattspyrnu voru í dag úrskurðaðir í leikbann á vikulegum fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ.

Fylkir og Stjarnan verða fyrir mestri blóðtöku í næsta leik sínum. Vítaskyttan Finnur Ólafsson og Kristján Hauksson verða í leikbanni þegar Fylkir tekur á móti ÍBV á sunnudag.

Atli Jóhannsson og Michael Præst, miðjumenn Stjörnunnar, fengu sömuleiðis eins leiks bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Leikbann þeirra tekur gildi á föstudag og geta þeir því spilað með liðinu gegn Fram á fimmtudagskvöldið. Þeir missa hins vegar af heimaleik gegn ÍA á mánudagskvöld.

Skagamenn verða án Arnars Más Guðjónssonar í leiknum gegn Breiðabliki á fimmtudag. Arnar Már var rekinn af velli í tapi Skagamanna gegn FH á sunnudag.

Þá missa Guðmann Þórisson úr FH, Arnór Ingvi Traustason úr Keflavík, Jóhann Þórhallsson úr Þór og Gunnar Már Guðmundsson úr ÍBV af leikjum sinna liða á sunnudag eða mánudag.

Úrskurð nefndarinnar má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×