Fótbolti

Enska U-21 landsliðið slátraði Skotlandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / Getty Images
Enska U-21 árs landsliðið rústaði Skotlandi 6-0 í vináttulandsleik sem fram fór í Sheffield á Englandi í gær.

Um 27000 manns sáu þá ensku ganga frá grönnum sínum en liðið hefur verið harðlega gagnrýnt eftir skelfilega frammistöðu á Evrópumótinu í sumar þegar liðið náði ekki í eitt einasta stig í riðlinum.

Mörkin sex dreifðust á marga leikmenn liðsins en alls gerði sex leikmenn mörk Englands í leiknum.

Nathan Redmond, Raheem Sterling, Ross Barkley, Connor Wickham, Jonjo Shelvey og Tom Carroll gerði því allir sitt markið hver í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×