Setti Íslandsmet en fékk ekki að keppa í undanúrslitum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2013 09:28 Ingibjörg Kristín var að vonum svekkt að fá ekki að keppa í undanúrslitum í gær. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona úr SH, fékk að kynnast öllum tilfinningaskalanum við keppni í 50 metra skriðsundi á HM í Barcelona í gær. Ingibjörg kom í mark á tímanum 28,62 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet frá því í apríl um 27/100 úr sekúndu. „Þetta var alveg geðveikt. Ég var rosalega ánægð. Þetta var framar vonum," sagði Ingibjörg í viðtali á heimasíðu Sundsambands Íslands. Landsliðsþjálfarinn Jacky Pellerin hafði á orði að sundið hefði heppnast frábærlega hjá Ingibjörgu. Hún tók undir að vel hefði gengið en hún hefði þó getað gert enn betur á lokametrunum. Ingibjörg var aðeins 2/100 úr sekúndu frá því að tryggja sér sæti í úrslitum en sextán hröðustu fóru áfram. Ingibjörg hafnaði í 17.-18. sæti ásamt finnskri sundkonu. „Það er auðvitað svekkjandi því sextán fara í úrslit og ég var númer sautján." Svekkelsið var hins vegar enn meira augnablikum síðar. Í ljós kom að einn þeirra keppenda sem hafði tryggt sér sæti í undanúrslitum gæti ekki keppt. Venju samkvæmt hefði þá Ingibjörg átt að keppa við finnsku sundkonuna í umsundi um sætið sem losnaði. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambandsins sem gegnir starfi liðsstjóra í Barcelona, og Pellerin reyndu að ná sambandi við mótstjórana en var vísað frá af öryggisvörðum. Á sama tíma gekk finnski liðsstjórinn frá því að finnski keppandinn yrði fyrstur inn ef til kæmi úrskráning. Sundsambandið hefur lagt fram formlega kvörtun til Alþjóðasundsambandsins FINA vegna málsins. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt og allir mjög svekktir yfir þessu en því verður ekki breytt. Mistökin gerast og við höldum sterk áfram," kemur fram á heimasíðu Sundsambandsins. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir keppa í dag í 200 metra bringusundi. Sund Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona úr SH, fékk að kynnast öllum tilfinningaskalanum við keppni í 50 metra skriðsundi á HM í Barcelona í gær. Ingibjörg kom í mark á tímanum 28,62 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet frá því í apríl um 27/100 úr sekúndu. „Þetta var alveg geðveikt. Ég var rosalega ánægð. Þetta var framar vonum," sagði Ingibjörg í viðtali á heimasíðu Sundsambands Íslands. Landsliðsþjálfarinn Jacky Pellerin hafði á orði að sundið hefði heppnast frábærlega hjá Ingibjörgu. Hún tók undir að vel hefði gengið en hún hefði þó getað gert enn betur á lokametrunum. Ingibjörg var aðeins 2/100 úr sekúndu frá því að tryggja sér sæti í úrslitum en sextán hröðustu fóru áfram. Ingibjörg hafnaði í 17.-18. sæti ásamt finnskri sundkonu. „Það er auðvitað svekkjandi því sextán fara í úrslit og ég var númer sautján." Svekkelsið var hins vegar enn meira augnablikum síðar. Í ljós kom að einn þeirra keppenda sem hafði tryggt sér sæti í undanúrslitum gæti ekki keppt. Venju samkvæmt hefði þá Ingibjörg átt að keppa við finnsku sundkonuna í umsundi um sætið sem losnaði. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambandsins sem gegnir starfi liðsstjóra í Barcelona, og Pellerin reyndu að ná sambandi við mótstjórana en var vísað frá af öryggisvörðum. Á sama tíma gekk finnski liðsstjórinn frá því að finnski keppandinn yrði fyrstur inn ef til kæmi úrskráning. Sundsambandið hefur lagt fram formlega kvörtun til Alþjóðasundsambandsins FINA vegna málsins. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt og allir mjög svekktir yfir þessu en því verður ekki breytt. Mistökin gerast og við höldum sterk áfram," kemur fram á heimasíðu Sundsambandsins. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir keppa í dag í 200 metra bringusundi.
Sund Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira