Innlent

Aukin löggæsla um helgina - 24 lögreglumenn á Þjóðhátíð

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Mikill viðbúnaður hjá lögreglunni í Eyjum enda búist við fjölmenni.
Mikill viðbúnaður hjá lögreglunni í Eyjum enda búist við fjölmenni.
Aukinn viðbúnaður verður hjá lögreglu um land allt yfir verslunarmannahelgina. Lögregluembættið í Vestmannaeyjum hefur fengið fjórtán lögreglumenn til liðs við sig auk sem ríkislögreglustjóri hefur sent tvo sérsveitarmenn til viðbótar.

Samtals verða því 24 lögreglumenn á vakt í Vestmannaeyjum yfir þjóðhátíðarhelgina, auk þess hefur verið bætt við fíkniefnaleitarhundi.

Ríkislögreglustjóri sendir einnig lögreglumenn til Akureyrar. Þá verður umferðarlöggæsla aukin í Borgarnesi, á Selfossi og á Hvolsvelli. Þyrla Landhelgisgæslunnar verður einnig notuð við umferðareftirlit.

Fíkniefnaeftirlit verður einnig eflt á nokkrum stöðum á landinu með fíkniefnaleitarhundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×