Innlent

Þetta skaltu gera áður en haldið er út á land

Útvarp í gangi getur einnig fælt innbrotsþjófa frá.
Útvarp í gangi getur einnig fælt innbrotsþjófa frá.
Verslunarmannahelgin nálgast óðfluga og hefur lögreglan gefið út lista sem íbúaeigendur skulu hafa í huga þegar haldið er út úr bænum.

Lögreglan brýnir fyrir fólki að láta vini sína á Facebook, og öðrum samskiptasíðum, ekki vita að fjölskyldan sé á leið í frí. Þá sé einnig sniðugt að láta engin skilaboð um það í símsvara á heimasímanum. Áframsenda skal símtöl úr heimasímanum í farsímann eða í annan síma.

Gott sé að hafa útiljós kveikt, loka öllum gluggum og setja öryggiskerfið á, ef það er til staðar. Taka skal niður tegund og raðnúmer af verðmætum raftækjum. Mynda skal einnig öll mikilvæg verðmæti, skartgripi og fleira. Það auðveldar lögreglunni að hafa uppi á stolnum munum.

Þá segir lögreglan að sniðugt sé að hafa verðmæta muni, eins og flatskjái og tölvur, ekki þar sem þeir sjást utanfrá.

Útvarp í gangi getur einnig fælt innbrotsþjófa frá.

„Kjallaragluggar eru algeng leið inn. Passið vel uppá að þar séu vandaðar gluggalæsingar og gluggum krækt aftur þegar þeim er lokað. Grindur fyrir kjallaraglugga geta komið í veg fyrir innbrot.

Stór hluti innbrota er í gegnum svala- eða garðhurðir. Gættu þess að þær séu vel læstar og með krækjum.

Hleypið ekki inn óþekktum aðilum. Sérstaklega á þetta við í fjölbýlishúsum þegar verið er að hleypa einstaklingum inn í stigaganga,“ segir lögreglan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×