Innlent

Innanríkisráðherra undirbýr millidómstig

Heimir Már Pétursson skrifar
Formaður nefndarinnar er Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og aðrir nefndarmenn eru Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við HÍ, og Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari.
Formaður nefndarinnar er Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og aðrir nefndarmenn eru Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við HÍ, og Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað nefnd til að undirbúa millidómstig.

Í tilkynningu ráðherra segir að meðal markmiða í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé að tekið verði upp millidómstig bæði í einkamálum og sakamálum og að Hæstiréttur starfi í einni deild.

Með skipun nefndarinnar sé ráðherra að hrinda þessu verkefni af stað. Nefndin muni útfæra  fyrirkomulag, tímamörk, kostnað og önnur atriði sem snerta tilurð millidómstigs með drögum að frumvarpi.

Í frumvarpinu verði fjallað um starfsemi og fyrirkomulag sameiginlegrar stjórnsýslu dómstóla landsins og eftirlit dómskerfisins með dómurum og starfsemi dómstóla.

Stefnt sé að því að leggja megi frumvarp fyrir Alþingi í mars á næsta ári.

Formaður nefndarinnar er Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og aðrir nefndarmenn eru Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við HÍ, og Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×