Bíða enn eftir frumvarpi um staðgöngumæðrun Kristján Hjálmarsson skrifar 1. ágúst 2013 17:30 "Okkur finnst þessi vinna ekki ganga neitt sérstaklega hratt fyrir sig," segir Soffía Fransiska R. Hede, talskona Staðgöngu, stuðningsfélags staðgöngumæðrunar á Íslandi. „Okkur finnst þessi vinna ekki ganga neitt sérstaklega hratt fyrir sig,“ segir Soffía Fransiska R. Hede, talskona Staðgöngu, stuðningsfélags staðgöngumæðrunar á Íslandi. Starfshópur sem vinnur að undirbúningi frumvarps til laga sem heimilar staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hefur ekki enn skilað af sér en tæpt ár er síðan hópurinn var skipaður. Eitt og hálft ár er síðan að Alþingi samþykkti að farið yrði í vinnu við frumvarpið en afar illa gekk að skipa í starfshópinn. Að sögn Soffíu hefur Staðganga verið í sambandi við Kristrúnu Heimisdóttir, formann starfshópsins, sem og þáverandi og núverandi heilbrigðisráðherra vegna málsins. Starfshópurinn hefur nú óskað eftir umsögnum frá 38 aðilum og fá þeir frest til 20. ágúst til að skila inn umsögnum.Fyrst rætt á Alþingi 2007 „Það er búið að skoða þetta mál fram og til baka og ýmislegt búið að gerast í umræðunni frá því að það var fyrst rætt á Alþingi árið 2007. Þessi vinna hefði getað tekið helmingi styttri tíma -- það er alveg ljóst.“ segir Soffía hjá Staðgöngu. „Við getum líka nýtt okkur reynslu annarra vestrænna þjóða sem á ekki að vera mjög flókið mál. Það er til dæmis til mjög góð löggjöf í British Columbia í Kanada sem væri nánast hægt að þýða beint, svo þetta þarf ekki að vera mjög flókið. Í þeirri löggjöf er til dæmis gert ráð fyrir fullum réttindum staðgöngumóður þar til að barnið er fætt.“ Kristrún Heimisdóttir, formaður starfshópsins, segir að um flókið úrlausnarefni sé að ræða og vanda þurfi til verka. „Sumum finnst að lagasetning um staðgöngumæðrun hefði átt að gerast í gær en öðrum að það megi alls ekki fara mjög hratt né verða á undan öðrum ríkjum Norðurlanda. Þessi undirbúningstími löggjafar um staðgöngumæðrun þætti hvergi í öðru ríki of langur því það er alls staðar talið svo flókið úrlausnarefni,“ segir Kristrún. Starfshópurinn var skipaður af Guðbjarti Hannessyni, þáverandi velferðarráðherra, í september í fyrra en unnið hafði verið að verkefninu í nokkra mánuði innan ráðuneytisins áður en hópurinn sjálfur var skipaður. Eins og fram hefur komið gekk illa að manna hópinn en að lokum voru Kristrún , Hrefna Friðriksdóttir, lektor í lögfræði, og Sigurður Kristinsson, siðfræðingur og forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri skipuð í hana.Staðgöngumæðrun yfir landamæri Kristrún segir að með ályktun Alþingis hafi falist sú stefnubreytingu að íslensk lög skuli mæla fyrir um að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni sé heimil hér á landi og innan þess ramma sé hún hluti af íslenskri heilbrigðisþjónustu. Hún sé hins vegar bönnuð í hagnaðarskyni. „Álitaefnin um það hvernig þetta skuli útfært í lögum eru óvenju vandasöm, við getum til dæmis ekki tekið neina norræna löggjöf til fyrirmyndar heldur þurfum að hugsa okkar leið frá grunni og sjá fyrir og forðast ógöngur. Að auki er staðgöngumæðrun yfir landamæri í brennidepli sem alþjóðamál því eins og Alþingi tók skýrt fram er talin brýn þörf á því að hamla gegn misneytingu kvenna í bágri stöðu á staðgöngumæðrunarmarkaði sem jafnvel kann að vera glæpsamlegur,“ segir Kristrún í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis.Ráðherra vill sátt um frumvarpið Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist ekki geta sagt til um hvort frumvarpið var lagt fram á komandi þingi. „Það veltur á því hvernig hópnum gengur að vinna þetta. Þetta er þannig mál að það þarf mikla umræðu og að mínu mati mikla samstöðu,“ segir heilbrigðisráðherra. „Það er megin markmiðið að það verði sem mest um sátt um það sem gert verður. Það eru fyrirmæli mín til starfshópsins en þau hafa frjálsar hendur með það hvernig þau vinna þetta.“ Kristján Þór segir að eitt af fyrstu verkum hans eftir að hann tók við sem heilbrigðisráðherra hafi verið að koma starfshópnum aftur af stað. Hann segist ekki geta útskýrt hvers vegna vinnan hafi tekið svona langan tíma. „Ég vil vinna að þessu verkefni þannig að tímaþátturinn sé ekki að valda því að við vöndum ekki til verka. Þetta er þannig vaxið mál að við þurfum að gefa því þann tíma sem þarf,“ segir heilbrigðisráðherra. Starfshópurinn hefur óskað eftir umsögnum frá 38 samtökum, hagsmunaðilum og fleirum. Umsögnum ber að skila til heilbrigðisráðuneytisins fyrir 20. ágúst. Að sögn Kristrúnar geta áhugasamir skilað inn umsögnum til heilbrigðisráðuneytisins. „Við í nefndinni erum bjartsýn á að fá ítarlega rökstudd og efnisleg svör við spurningum okkar og að nýtt Alþingi fái frumvarp sem verði grundvöllur ábyrgrar og yfirvegaðrar ákvörðunar um ný lög,“ segir Kristrún. Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
„Okkur finnst þessi vinna ekki ganga neitt sérstaklega hratt fyrir sig,“ segir Soffía Fransiska R. Hede, talskona Staðgöngu, stuðningsfélags staðgöngumæðrunar á Íslandi. Starfshópur sem vinnur að undirbúningi frumvarps til laga sem heimilar staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hefur ekki enn skilað af sér en tæpt ár er síðan hópurinn var skipaður. Eitt og hálft ár er síðan að Alþingi samþykkti að farið yrði í vinnu við frumvarpið en afar illa gekk að skipa í starfshópinn. Að sögn Soffíu hefur Staðganga verið í sambandi við Kristrúnu Heimisdóttir, formann starfshópsins, sem og þáverandi og núverandi heilbrigðisráðherra vegna málsins. Starfshópurinn hefur nú óskað eftir umsögnum frá 38 aðilum og fá þeir frest til 20. ágúst til að skila inn umsögnum.Fyrst rætt á Alþingi 2007 „Það er búið að skoða þetta mál fram og til baka og ýmislegt búið að gerast í umræðunni frá því að það var fyrst rætt á Alþingi árið 2007. Þessi vinna hefði getað tekið helmingi styttri tíma -- það er alveg ljóst.“ segir Soffía hjá Staðgöngu. „Við getum líka nýtt okkur reynslu annarra vestrænna þjóða sem á ekki að vera mjög flókið mál. Það er til dæmis til mjög góð löggjöf í British Columbia í Kanada sem væri nánast hægt að þýða beint, svo þetta þarf ekki að vera mjög flókið. Í þeirri löggjöf er til dæmis gert ráð fyrir fullum réttindum staðgöngumóður þar til að barnið er fætt.“ Kristrún Heimisdóttir, formaður starfshópsins, segir að um flókið úrlausnarefni sé að ræða og vanda þurfi til verka. „Sumum finnst að lagasetning um staðgöngumæðrun hefði átt að gerast í gær en öðrum að það megi alls ekki fara mjög hratt né verða á undan öðrum ríkjum Norðurlanda. Þessi undirbúningstími löggjafar um staðgöngumæðrun þætti hvergi í öðru ríki of langur því það er alls staðar talið svo flókið úrlausnarefni,“ segir Kristrún. Starfshópurinn var skipaður af Guðbjarti Hannessyni, þáverandi velferðarráðherra, í september í fyrra en unnið hafði verið að verkefninu í nokkra mánuði innan ráðuneytisins áður en hópurinn sjálfur var skipaður. Eins og fram hefur komið gekk illa að manna hópinn en að lokum voru Kristrún , Hrefna Friðriksdóttir, lektor í lögfræði, og Sigurður Kristinsson, siðfræðingur og forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri skipuð í hana.Staðgöngumæðrun yfir landamæri Kristrún segir að með ályktun Alþingis hafi falist sú stefnubreytingu að íslensk lög skuli mæla fyrir um að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni sé heimil hér á landi og innan þess ramma sé hún hluti af íslenskri heilbrigðisþjónustu. Hún sé hins vegar bönnuð í hagnaðarskyni. „Álitaefnin um það hvernig þetta skuli útfært í lögum eru óvenju vandasöm, við getum til dæmis ekki tekið neina norræna löggjöf til fyrirmyndar heldur þurfum að hugsa okkar leið frá grunni og sjá fyrir og forðast ógöngur. Að auki er staðgöngumæðrun yfir landamæri í brennidepli sem alþjóðamál því eins og Alþingi tók skýrt fram er talin brýn þörf á því að hamla gegn misneytingu kvenna í bágri stöðu á staðgöngumæðrunarmarkaði sem jafnvel kann að vera glæpsamlegur,“ segir Kristrún í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis.Ráðherra vill sátt um frumvarpið Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist ekki geta sagt til um hvort frumvarpið var lagt fram á komandi þingi. „Það veltur á því hvernig hópnum gengur að vinna þetta. Þetta er þannig mál að það þarf mikla umræðu og að mínu mati mikla samstöðu,“ segir heilbrigðisráðherra. „Það er megin markmiðið að það verði sem mest um sátt um það sem gert verður. Það eru fyrirmæli mín til starfshópsins en þau hafa frjálsar hendur með það hvernig þau vinna þetta.“ Kristján Þór segir að eitt af fyrstu verkum hans eftir að hann tók við sem heilbrigðisráðherra hafi verið að koma starfshópnum aftur af stað. Hann segist ekki geta útskýrt hvers vegna vinnan hafi tekið svona langan tíma. „Ég vil vinna að þessu verkefni þannig að tímaþátturinn sé ekki að valda því að við vöndum ekki til verka. Þetta er þannig vaxið mál að við þurfum að gefa því þann tíma sem þarf,“ segir heilbrigðisráðherra. Starfshópurinn hefur óskað eftir umsögnum frá 38 samtökum, hagsmunaðilum og fleirum. Umsögnum ber að skila til heilbrigðisráðuneytisins fyrir 20. ágúst. Að sögn Kristrúnar geta áhugasamir skilað inn umsögnum til heilbrigðisráðuneytisins. „Við í nefndinni erum bjartsýn á að fá ítarlega rökstudd og efnisleg svör við spurningum okkar og að nýtt Alþingi fái frumvarp sem verði grundvöllur ábyrgrar og yfirvegaðrar ákvörðunar um ný lög,“ segir Kristrún.
Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels