Innlent

Stjórnarmenn RÚV ákvarða um eigið hæfi

Jakob Bjarnar skrifar
Lára Hanna og Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata.
Lára Hanna og Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata.
Ný stjórn RÚV ohf mun taka ákvörðun um hvort einstakir stjórnarmenn standist hæfiskröfur -- stjórnin mun þannig dæma um eigið hæfi.

Aðalfundur stjórnar var haldinn á þriðjudaginn og hann sátu meðal annarra menntamálaráðherra, útvarpsstjóri, ný stjórn og ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytisins. Í framhaldi af því verður svo boðað til fundar nýrrar stjórnar, hún mun skipta með sér verkum og í framhaldinu mun stjórn svo taka afstöðu til og ákvarða um hæfi einstakra stjórnarmanna.

Fréttastofan hefur greint frá málefnum Láru Hönnu Einarsdóttur fulltrúa Pírata sem varamaður í stjórn, en lögfræðingi menntamálaráðuneytisins var gert að athuga hvort Píratar hafi vanrækt eftirlitsskyldu sína er varðar hæfi fulltrúa sinna í stjórnina. Svo er kveðið á um í lögum að stjórnarmenn megi ekki þiggja laun hjá öðrum fjölmiðlafyrirtækjum en Ríkisútvarpinu en Lára Hanna hefur starfað sem þýðandi hjá 365.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×