"Ég hef unnið 140 til 150% vinnu síðustu sex árin" Hrund Þórsdóttir skrifar 2. ágúst 2013 19:00 Í gær greindum við frá mikilli óánægju meðal yngri kynslóðar geislafræðinga, með nýjan kjarasamning þeirra við Landspítalann. Thelma Guðmundsdóttir er þrítug, hefur lokið fjögurra ára háskólanámi og unnið sem geislafræðingur í sex ár. Hún segir að þegar á heildina sé litið feli nýi kjarasamningurinn í sér tekjuskerðingu fyrir hana. Hún segir geislafræðinga skila 40 stunda vinnuviku á virkum dögum. „Við sem erum á vaktalínu vinnum fast þriðju hverja helgi þannig að 100% vinnuskylda hjá okkur er í raun 130%,“ segir Thelma. „Svo þurfum við að vinna töluvert mikið auka því það er mikið af langtímaveikindum, það þarf að sinna vöktum þeirra sem detta út. Svo er náttúrulega alltaf einhver að taka út frí og það þarf líka að sinna þeirra vöktum. Þannig að á heildina litið hef ég unnið 140-150% vinnu síðustu sex árin.“ Uppsagnir 40 geislafræðinga tóku gildi á miðnætti í fyrradag og þrátt fyrir að samningar hafi tekist hafði aðeins helmingur þeirra dregið uppsagnir sínar til baka um miðjan dag í dag. Einhverjir hafa þegar ráðið sig annað og aðrir ákveðið að setjast á skólabekk. Ert þú búin að taka ákvörðun um hvort þú dregur þína uppsögn til baka? „Nei, ég ætla að taka mér helgina í það,“ segir Thelma. Hún segir marga í sömu stöðu. Sjálf er hún búin að útvega sér starfsleyfi í Svíþjóð og Danmörku og íhugar sterklega að taka stökkið og flytja út. Hún segir mjög alvarlega stöðu skapast á Landspítalanum ef 20 geislafræðingar snúi ekki aftur. „Við erum undirmannaðar nú þegar þannig að 20 manns er rosalega stór hluti af batteríinu.“ Thelma segir mjög slæmt fyrir stéttina ef yngri kynslóðin dettur út. „Því þegar eldri kynslóðin hættir, sem er kannski eftir fimm til tíu ár, þá myndast mikið kynslóðabil í stéttinni og það eru ekki nógu margir að útskrifast árlega til að brúa það bil,“ segir Thelma að lokum. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Í gær greindum við frá mikilli óánægju meðal yngri kynslóðar geislafræðinga, með nýjan kjarasamning þeirra við Landspítalann. Thelma Guðmundsdóttir er þrítug, hefur lokið fjögurra ára háskólanámi og unnið sem geislafræðingur í sex ár. Hún segir að þegar á heildina sé litið feli nýi kjarasamningurinn í sér tekjuskerðingu fyrir hana. Hún segir geislafræðinga skila 40 stunda vinnuviku á virkum dögum. „Við sem erum á vaktalínu vinnum fast þriðju hverja helgi þannig að 100% vinnuskylda hjá okkur er í raun 130%,“ segir Thelma. „Svo þurfum við að vinna töluvert mikið auka því það er mikið af langtímaveikindum, það þarf að sinna vöktum þeirra sem detta út. Svo er náttúrulega alltaf einhver að taka út frí og það þarf líka að sinna þeirra vöktum. Þannig að á heildina litið hef ég unnið 140-150% vinnu síðustu sex árin.“ Uppsagnir 40 geislafræðinga tóku gildi á miðnætti í fyrradag og þrátt fyrir að samningar hafi tekist hafði aðeins helmingur þeirra dregið uppsagnir sínar til baka um miðjan dag í dag. Einhverjir hafa þegar ráðið sig annað og aðrir ákveðið að setjast á skólabekk. Ert þú búin að taka ákvörðun um hvort þú dregur þína uppsögn til baka? „Nei, ég ætla að taka mér helgina í það,“ segir Thelma. Hún segir marga í sömu stöðu. Sjálf er hún búin að útvega sér starfsleyfi í Svíþjóð og Danmörku og íhugar sterklega að taka stökkið og flytja út. Hún segir mjög alvarlega stöðu skapast á Landspítalanum ef 20 geislafræðingar snúi ekki aftur. „Við erum undirmannaðar nú þegar þannig að 20 manns er rosalega stór hluti af batteríinu.“ Thelma segir mjög slæmt fyrir stéttina ef yngri kynslóðin dettur út. „Því þegar eldri kynslóðin hættir, sem er kannski eftir fimm til tíu ár, þá myndast mikið kynslóðabil í stéttinni og það eru ekki nógu margir að útskrifast árlega til að brúa það bil,“ segir Thelma að lokum.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira