"Ég hef unnið 140 til 150% vinnu síðustu sex árin" Hrund Þórsdóttir skrifar 2. ágúst 2013 19:00 Í gær greindum við frá mikilli óánægju meðal yngri kynslóðar geislafræðinga, með nýjan kjarasamning þeirra við Landspítalann. Thelma Guðmundsdóttir er þrítug, hefur lokið fjögurra ára háskólanámi og unnið sem geislafræðingur í sex ár. Hún segir að þegar á heildina sé litið feli nýi kjarasamningurinn í sér tekjuskerðingu fyrir hana. Hún segir geislafræðinga skila 40 stunda vinnuviku á virkum dögum. „Við sem erum á vaktalínu vinnum fast þriðju hverja helgi þannig að 100% vinnuskylda hjá okkur er í raun 130%,“ segir Thelma. „Svo þurfum við að vinna töluvert mikið auka því það er mikið af langtímaveikindum, það þarf að sinna vöktum þeirra sem detta út. Svo er náttúrulega alltaf einhver að taka út frí og það þarf líka að sinna þeirra vöktum. Þannig að á heildina litið hef ég unnið 140-150% vinnu síðustu sex árin.“ Uppsagnir 40 geislafræðinga tóku gildi á miðnætti í fyrradag og þrátt fyrir að samningar hafi tekist hafði aðeins helmingur þeirra dregið uppsagnir sínar til baka um miðjan dag í dag. Einhverjir hafa þegar ráðið sig annað og aðrir ákveðið að setjast á skólabekk. Ert þú búin að taka ákvörðun um hvort þú dregur þína uppsögn til baka? „Nei, ég ætla að taka mér helgina í það,“ segir Thelma. Hún segir marga í sömu stöðu. Sjálf er hún búin að útvega sér starfsleyfi í Svíþjóð og Danmörku og íhugar sterklega að taka stökkið og flytja út. Hún segir mjög alvarlega stöðu skapast á Landspítalanum ef 20 geislafræðingar snúi ekki aftur. „Við erum undirmannaðar nú þegar þannig að 20 manns er rosalega stór hluti af batteríinu.“ Thelma segir mjög slæmt fyrir stéttina ef yngri kynslóðin dettur út. „Því þegar eldri kynslóðin hættir, sem er kannski eftir fimm til tíu ár, þá myndast mikið kynslóðabil í stéttinni og það eru ekki nógu margir að útskrifast árlega til að brúa það bil,“ segir Thelma að lokum. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Í gær greindum við frá mikilli óánægju meðal yngri kynslóðar geislafræðinga, með nýjan kjarasamning þeirra við Landspítalann. Thelma Guðmundsdóttir er þrítug, hefur lokið fjögurra ára háskólanámi og unnið sem geislafræðingur í sex ár. Hún segir að þegar á heildina sé litið feli nýi kjarasamningurinn í sér tekjuskerðingu fyrir hana. Hún segir geislafræðinga skila 40 stunda vinnuviku á virkum dögum. „Við sem erum á vaktalínu vinnum fast þriðju hverja helgi þannig að 100% vinnuskylda hjá okkur er í raun 130%,“ segir Thelma. „Svo þurfum við að vinna töluvert mikið auka því það er mikið af langtímaveikindum, það þarf að sinna vöktum þeirra sem detta út. Svo er náttúrulega alltaf einhver að taka út frí og það þarf líka að sinna þeirra vöktum. Þannig að á heildina litið hef ég unnið 140-150% vinnu síðustu sex árin.“ Uppsagnir 40 geislafræðinga tóku gildi á miðnætti í fyrradag og þrátt fyrir að samningar hafi tekist hafði aðeins helmingur þeirra dregið uppsagnir sínar til baka um miðjan dag í dag. Einhverjir hafa þegar ráðið sig annað og aðrir ákveðið að setjast á skólabekk. Ert þú búin að taka ákvörðun um hvort þú dregur þína uppsögn til baka? „Nei, ég ætla að taka mér helgina í það,“ segir Thelma. Hún segir marga í sömu stöðu. Sjálf er hún búin að útvega sér starfsleyfi í Svíþjóð og Danmörku og íhugar sterklega að taka stökkið og flytja út. Hún segir mjög alvarlega stöðu skapast á Landspítalanum ef 20 geislafræðingar snúi ekki aftur. „Við erum undirmannaðar nú þegar þannig að 20 manns er rosalega stór hluti af batteríinu.“ Thelma segir mjög slæmt fyrir stéttina ef yngri kynslóðin dettur út. „Því þegar eldri kynslóðin hættir, sem er kannski eftir fimm til tíu ár, þá myndast mikið kynslóðabil í stéttinni og það eru ekki nógu margir að útskrifast árlega til að brúa það bil,“ segir Thelma að lokum.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira