Innlent

Handtaka vegna gruns um kynferðisbrot í Eyjum

Í nótt leitaði tvítug stúlka til gæslumanna í Herjólfsdal vegna kynferðisbrots, sem hún sagði að átt hefði sér stað í Dalnum. Hún benti á lögreglu á tjaldið þar sem brotið mun hafa átt sér stað og var maður handtekinn þar skömmu síðar og hann vistaður í fangageymsla vegna rannsóknar málsins.

Stúlkan var flutt á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja til skoðunar. Hún vildi ekki kæra manninn en málið er í rannsókn og verða teknar skýrslur í dag af manninum og þeim vitnum sem hugsanlega koma við sögu til nota síðar ef konan ákveður að kæra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×