Innlent

Erill á þjóðhátíð en rólegt annars staðar

Hödd Vilhjálmsdóttir: skrifar
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu fór fram með besta móti að sögn lögreglu. Þó gistu 5 fangageymslur í nótt.
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu fór fram með besta móti að sögn lögreglu. Þó gistu 5 fangageymslur í nótt. Óskar Pétur Friðriksson
Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í nógu að snúast í nótt. Mikill erill var á Þjóðhátíð og gistu þrír fangageymslur, einn fyrir skemmdir á bíl, annar vegna ölvunar og sá þriðji vegna fíkniefna - en hann var handtekinn með mikið magn af amfetamíni. Lögreglan stöðvaði nokkur slagsmál en engin meiddist alvarlega. Að sögn lögreglu komu upp 19 fíkniefnamál, þar af eitt meiriháttar.

Nóttin var heldur róleg hjá lögreglunni á Akureyri og ekki mörg verkefni miðað við verslunarmannahelgi. Fimm gistu fangageymslur vegna ölvunar. Tvö minniháttar fíkniefnamál komu upp, einn var handtekinn fyrir líkamsárás og stöðvaði lögreglan svo einn ökumann í morgun - grunaðan um ölvun við akstur.

Hátíðargestir á Ísafirði höguðu sér með besta móti og var nóttin hjá lögreglunni mjög róleg. Ein minniháttar líkamsárás kom upp en enginn gisti fangageymslur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×