Fry líkir Pútín við Hitler Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2013 23:15 Stephen Fry. Nordicphotos/AFP Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Stephen Fry hefur bæst í hóp þeirra sem eru á móti því að Vetrarólympíuleikarnir árið 2014 fari fram í Rússlandi. Skoðun sína byggir Fry á nýjum lögum í Rússlandi sem takmarka réttindi samkynhneigðra. Líkir hann ákvörðuninni að halda leikana í Rússlandi við þá að hafa Ólympíuleika í Berlín árið 1936 þegar nasistar réðu þar völdum. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Fry hefur birt og er stílað á Alþjóðaólympíunefndina og David Cameron, forsætisráðherra Breta. Bréfið birti Fry á heimasíðu sinni og hefur dreift meðal annars á Twitter þar sem tvær milljónir manna fylgjast með skoðunum hans. „Vladimir Pútín er að gera samkynhneigða að sökudólgum líkt og Hitler gerði við gyðingana," skrifar Fry. Fry, sem er samkynhneigður, er afar harðorður í garð nýrra laga í Rússlandi. „Pútín er að endurtaka glæpinn. Aðeins núna beinist hann gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki í Rússlandi," skrifar Fry. Vetrarólympíuleikarnir eiga að fara fram í Sochi í febrúar. Fry segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir að leikarnir fari fram í Rússlandi. „Haldið þá hvar sem er annars staðar, Utah, Lillehammer eða hvar sem er. Hvað sem það kostar. Það má ekki líta þannig út að Pútín hafi samþykki heimsins." Nýju lögin, sem nýlega voru samþykkt, eiga að koma í veg fyrir hvers kyns samkomur til stuðnings óhefðbundinni kynhneigð. Háar sektir bíða þeirra sem reyna að mæla með samkynhneigð fyrir fólk yngra en átján ára. Íþróttir Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Í beinni: Fram - HC Kriens-Luzern | Slá Framarar frá sér í kvöld? Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Stephen Fry hefur bæst í hóp þeirra sem eru á móti því að Vetrarólympíuleikarnir árið 2014 fari fram í Rússlandi. Skoðun sína byggir Fry á nýjum lögum í Rússlandi sem takmarka réttindi samkynhneigðra. Líkir hann ákvörðuninni að halda leikana í Rússlandi við þá að hafa Ólympíuleika í Berlín árið 1936 þegar nasistar réðu þar völdum. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Fry hefur birt og er stílað á Alþjóðaólympíunefndina og David Cameron, forsætisráðherra Breta. Bréfið birti Fry á heimasíðu sinni og hefur dreift meðal annars á Twitter þar sem tvær milljónir manna fylgjast með skoðunum hans. „Vladimir Pútín er að gera samkynhneigða að sökudólgum líkt og Hitler gerði við gyðingana," skrifar Fry. Fry, sem er samkynhneigður, er afar harðorður í garð nýrra laga í Rússlandi. „Pútín er að endurtaka glæpinn. Aðeins núna beinist hann gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki í Rússlandi," skrifar Fry. Vetrarólympíuleikarnir eiga að fara fram í Sochi í febrúar. Fry segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir að leikarnir fari fram í Rússlandi. „Haldið þá hvar sem er annars staðar, Utah, Lillehammer eða hvar sem er. Hvað sem það kostar. Það má ekki líta þannig út að Pútín hafi samþykki heimsins." Nýju lögin, sem nýlega voru samþykkt, eiga að koma í veg fyrir hvers kyns samkomur til stuðnings óhefðbundinni kynhneigð. Háar sektir bíða þeirra sem reyna að mæla með samkynhneigð fyrir fólk yngra en átján ára.
Íþróttir Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Í beinni: Fram - HC Kriens-Luzern | Slá Framarar frá sér í kvöld? Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Sjá meira