„Menn eiga ekki að gala úr rassgatinu á sér” Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2013 11:47 Mynd/Samsett „Menn mega, og eiga, að gagnrýna störf stjórnar knattspyrnudeildar. En það verður að vera á málefnalegum nótum og af einhverri þekkingu. Ekki bara gal út úr rassgati," skrifar Þórður Snær Júlíusson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild Þróttar, í svari við harðorðu bréfi Halldórs Hilmissonar, leikmanns karlaliðs félagsins. Halldór skrifaði stuðningsmönnum Þróttar bréf í gærkvöldi þar sem hann fer afar ófögrum orðum um Jón Kaldal, formann knattspyrnudeildar félagsins. „Hann hefur frekar kosið að vera með flotta húfu, burger og bjór uppí stúku að hrauna yfir mig og aðra í vitna viðurvist. Virkilega fagmannleg og formannsleg framkoma," skrifar Halldór meðal annars í bréfinu sem má sjá hér. Þórður Snær fer yfir störf stjórnar knattspyrnudeildar í svari sínu. Þar minnir hann á hve mikið sjálfboðastarf sé unnið af stjórnarmönnum og þvertekur fyrir að Jón sé einráður í stjórninni þótt hann sjái um samskipti út á við. Ákvörðun um að reka Pál Einarsson, fyrrverandi þjálfara og leikmann liðsins, úr starfi hafi verið einróma ákvörðun stjórnar. Þórður segir einnig ekki í verklýsingu að brottviking þjálfara sé borin undir meistaraflokksráð. Meistararáð, sem gekk frá borði eftir brottvikningu Páls, kvartaði yfir því að hafa ekki verið haft með í ráðum. „Fráfarandi meistaraflokksráð kom inn í Þrótt vegna persónulegra tengsla við fyrrum þjálfara. Það var ekkert óeðlilegt að það hafi hætt þegar Páli var sagt upp störfum. Í staðinn er komið nýtt sjö manna meistaraflokksráð skipað gríðarlega öflugum mönnum," skrifar Þórður. Hann svarar einnig ásökunum um slæma framkomu gagnvart liðsstjórum og aðstoðarþjálfara Þróttar. „Fyrrum liðstjórum og aðstoðarþjálfara var boðið að vera áfram í Þrótti. Þeir voru raunar beðnir um það. Þeir tóku ákvörðun um að gera það ekki og þá ákvörðun ber að virða." Þórður ræðir einnig um brottför leikmanna hjá liðinu í kjölfar þjálfaraskiptana. Einn leikmaður hafi meðal annars hætt hjá liðinu, látið leikmenn vita en ekki stjórn né nýjum þjálfara. Þrátt fyrir að umræddur leikmaður hafi verið samningsbundinn félaginu hafi honum verið leyft að halda á brott. „Menn mega, og eiga, að gagnrýna störf stjórnar knattspyrnudeildar. En það verður að vera á málefnalegum nótum og af einhverri þekkingu. Ekki bara gal út úr rassgati," skrifar Þórður í bréfinu sem má lesa í heild sinni hér að neðan.Vegna umræðu um störf stjórnar knattspyrnudeildar Þróttar:Fyrir löngu síðan ákvað stjórn knattspyrnudeildar að taka ekki þátt í opinberri umræðu um gagnrýni á störf hennar. Slík umræða á rétt á sér og á að fá að eiga sér stað án þess að stjórnin blandi sér í hana. Vegna skilnaðarbréfs sem sett var inn á þennan vettvang fyrr í kvöld þá ætla ég að brjóta þá reglu í fyrsta og eina sinn.Það að sitja í stjórn knattspyrnufélags er sjálfboðarvinna. Við sem myndum sjö manna stjórn knattspyrnudeildar Þróttar tókum við vorið 2011 þegar enginn annar vildi taka verkefnið að sér og stutt var í mót.Ljóst var að mikið starf var framundan. Í fyrsta lagi var fjárhagur deildarinnar afar bágborinn. Það að kalla hann bágborinn er reyndar fegrun. Hann var í molum. Það þurfti að semja um miklar syndir fortíðar, lækka rekstrarkostnað og auka tekjur. Samhliða þurfti að halda úti knattspyrnuliði og reyna eftir bestu getu að ná árangri.Þessi hópur sem ákvað að bjóða sig fram í stjórn hafði allskonar tengingar við félagið. Sumir okkar léku með því upp yngri flokkanna og höfðum verið hundtryggir stuðningsmenn eftir að þeim ferli lauk verðskuldað án frekari afreka. Aðrir tengdust Þrótti í gegnum börnin sín og einn var fyrrum leikmaður.Strax í upphafi skiptum við með okkur verkum. Við settum okkur tvö meginmarkmið: annarsvegar að laga fjárhaginn og hins vegar að byggja upp faglegt starf með aðallið þar sem efnilegir leikmenn úr yngri flokkum félagsins hefðu vissu um að þeir myndu fá tækifæri.Tveir stjórnarmenn, formaðurinn Jón Kaldal og Arnar Bjarnason, fyrrum leikmaður Þróttar, sáu um almenn samskipti við þjálfara í umboði og í samstarfi við aðra stjórnarmenn. Hann hitti auk þess alla stjórnina annað slagið á fundum. Aðrir stjórnarmenn unnu að öðrum tilfallandi verkefnum. Í þeim felst meðal annars að bæta umgjörð félagsins, auka tekjur þess og standa að annarskonar tiltekt sem nauðsynleg var. Til viðbótar hafa stjórnarmenn gengið í öll störf sem tengjast leikjum Þróttar og öðrum viðburðum sem skipta félagið máli. Við búum til flyera, grillum hamborgara, erum vallarþulir, sjáum um að skipuleggja öryggisgæslu, leikmannakaffi og tökum síðan til eftir að leikirnir eru búnir. Þess á milli klæðum við okkur í neon-vestin og stjórnum skrúðgöngum á Rey-Cup.Okkur hefur tekist að auka tekjur deildarinnar verulega. Þetta höfum við gert meðal annars með að setja á fót Þróttmikla-kerfið (þar sátu stjórnarmenn klukkutímum saman og hringdu í alla sem þeir þekktu og mjög marga sem þeir þekktu ekkert og fengu þá til að styrkja Þrótt mánaðarlega), auka tekjur af jólahappadrætti (þar sem stjórnarmenn útveguðu nánast alla vinninga), auka tekjur af flugeldasölu (m.a. með því að stjórnarmenn stóðu sjálfir vaktina í sölunni í stað þess að kaupa vinnuafl), með útgáfu Þróttarblaðs (sem var allt unnið af stjórnarmönnum sem söfnuðu líka öllum auglýsingum), selja auglýsingar á flettiskilti Þróttar við Holtaveg (sem skilaði Þrótti engum tekjum áður), grilla hamborgara og selja öl fyrir hvern einasta heimaleik (sem hefur stórbætt umgjörð fyrir heimaleiki og skilað auknum tekjum), haldið árgangamót, leikmannakynningar og ýmislegt annað. Síðast datt okkur í hug að selja bjór fyrir mikilvægan landsleik. Við leituðum víða innan félagsins eftir mannskap til að hjálpa við þá framkvæmd, sem skilaði okkur miklum tekjum, en ekkert gekk. Á endanum var hún að langmestu leyti mönnuð meðlimum stjórnar knattspyrnudeildar Þróttar, ættingjum þeirra og vinnufélögum sem dregnir voru inn á samviskubitinu einu saman.Mér datt aldrei í hug að seta í stjórn knattspyrnudeildar væri jafn tímafrek og raun ber vitni. Við eyðum tugum klukkutíma í mánuði í Þrótt. Fjölskyldur, atvinna og áhugamál sitja fyrir vikið á hakanum. En afraksturinn er sá að í fyrra var deildin rekin með hagnaði. Í ár hefur okkur aftur tekist að auka tekjurnar umtalsvert og áætlanir okkar stefna að því að svo verði aftur. Við höfum því náð fyrra markmiði okkar.Í síðasta heimaleik Þróttar voru sex uppaldir leikmenn í byrjunarliði Þróttar. Allur bekkurinn var uppalin. Þannig hefur þetta að mestu verið þann tíma sem liðið hefur frá því að við komum að stjórn knattspyrnudeildar. Mitt mat er því að seinna markmið okkar, að efnilegir yngri leikmenn fái að spreyta sig með meistaraflokki, hafi einnig náðst.Það að skipta um þjálfara meistarflokks karla var einróma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar Þróttar. Til að það sé alveg á hreinu þá ætla ég að endurtaka þetta. Hún var einróma. Ákvörðunin var kynnt á þann hátt sem við töldum rétt að kynna hana. Vegna trúnaðar við þá sem að því ferli komu þá ætla ég ekki að tjá mig frekar um þá aðferðarfræði.En það skal enginn velkjast í vafa um að það var mjög erfið ákvörðun að segja Páli upp störfum. Viðkunnarlegri mann er vart hægt að finna. Þau markmið sem lagt var upp með þegar stjórnin tók við, og voru sameiginlega sett með þjálfaranum, voru hins vegar ekki að nást. Fjarri því Það var því mat stjórnar, með framtíðarhagsmuni félagsins að leiðarljósi, að breytinga væri þörf. Bæði skammtímahagsmuni, að halda sér uppi, og langtímahagsmuni, að byggja upp fagmannlegra starf. Fyrra markmiðið er vonandi að nást.Árangurinn hefur allavega verið góður hingað til. Níu stig úr fimm leikjum þar sem spilað var við lið sem hafði ekki tapað heima í rúm tvö ár og fjögur lið úr toppbaráttunni. Vonandi heldur sá uppgangur áfram. Við teljum ráðningu Zorans vera stórt skref í átt að því að ná síðari markmiðinu, að byggja upp fagmannlegra starf. Við vissum að þessi ákvörðun yrði umdeild. Það var eðlilegt. Við töldum hins vegar að hún yrði dæmd af árangrinum sem hún myndi skila, bæði til skemmri og lengri tíma. Sú umræða sem staðið hefur yfir undanfarin mánuð, og náði hámarki með ótrúlegum pistli fyrrum leikmanns sem birtist fyrr í kvöld, hefur hins vegar komið mér mjög á óvart. Og valdið mér gríðarlegum vonbrigðum.Nokkur atriði hafa verið ráðandi í henni:Í fyrsta lagi er mikið látið með að Jón Kaldal sé einhverskonar illur einráður í félaginu sem vilji öllu ráða. Það er fjarstæðukennt. Jón er formaður deildarinnar og sér um samskipti út á við. Allar ákvarðanir eru teknar af stjórn og nánast án undantekninga eru þær teknar einróma. Ég hef þekkt Jón lengi og við erum oft ósammála. Þeir sem þekkja mig vita að ég er lítið fyrir að gefa eftir þegar ég er ósammála. Það er ekki til svokölluð já-mennska og undirlægjusemi innan þessarar stjórnar. Að því sögðu þá finnst mér vert að benda þeim sem hæst láta á að Jón hefur unnið alveg gríðarlega mikið fyrir þetta félag í sjálfboðavinnu undanfarin ár. Hann og Baldur Haraldsson gjaldkeri hafa í raun verið í stóru hlutastarfi við að halda þessu öllu saman gangandi.Í öðru lagi virðast margir halda að hlutverk stjórnar knattspyrnufélags sé að klæðast þjálfaraúlpum og fylgjast með æfingum. Þess á milli á að gefa leikmönnum high-five. Ég er því ósammála. Okkar hlutverk á, að mínu mati, ekki að vera það að eiga mikil samskipti við leikmenn né að vera að skipta okkur af daglegri vinnu liðsins. Þess vegna völdum við tvo fulltrúa sem tengiliði við þjálfarann. Björn Hlynur, sem leiðir nú meistaraflokksráð, lýsti Þrótti eins og fulla frændanum í fermingarveislunni í útvarpsviðtali nýverið. Það þætti öllum hann voða sniðugur en það tæki hann engin alvarlega.Ég er sammála þeirri líkingu hans. Það er tímabært að Þróttur hætti að vera sniðugi klúbburinn sem nær engum árangri og verði tekinn alvarlega. Eftir því höfum við unnið.Í þriðja lagi hefur fyrrum meistaraflokksráð, sem var reyndar að mestu einn maður, borið sig illa í umræðunni. Það kvartaði meðal annars yfir því að ekkert samráð hefði verið haft við það vegna uppsagnar þjálfara. Svo það sé alveg á hreinu það var það aldrei í verklýsingu þess ráðs að koma að ráðningu eða brottvikningu þjálfara. Það átti að styðja við meistaraflokkinn og eftir atvikum fjármagna kostnað við leikmenn sem kæmu til félagsins. Sú fjármögnun gekk að litlu leyti eftir og hefur stjórn knattspyrnudeildar tekið yfir þær skuldbindingar sem út af standa.Fráfarandi meistaraflokksráð kom inn í Þrótt vegna persónulegra tengsla við fyrrum þjálfara. Það var ekkert óeðlilegt að það hafi hætt þegar Páli var sagt upp störfum. Í staðinn er komið nýtt sjö manna meistaraflokksráð skipað gríðarlega öflugum mönnum. Hluti þess stóð, ásamt stjórn og öðrum toppmönnum, að því að breyta úrsérgengnum sumarbústað í KöttHöllina. Þeir hafa auk þess keypt auglýsingapláss í nokkrum strætóskýlum í hverfinu þar sem allir geta séð smekklega auglýsingu á þeim leikjum sem meistaraflokkarnir okkar eiga eftir að leika á þessu tímabili. Þeir hafa fengið starfsfólk í verslunum í hverfinu til að klæðast Þróttartreyjum á leikdögum. Þeir eru uppfullir af ótrúlega góðum hugmyndum og krafti sem þeir vilja nýta fyrir Þrótt.Í fjórða lagi hafa komið fram ásakanir um að illa hafi verið komið fram við fyrrum liðstjóra og aðstoðarþjálfara Þróttar. Fyrrum liðstjórum og aðstoðarþjálfara var boðið að vera áfram í Þrótti. Þeir voru raunar beðnir um það. Þeir tóku ákvörðun um að gera það ekki og þá ákvörðun ber að virða.Í fimmta lagi hafa margir leikmenn yfirgefið félagið. Sumir hafa gert það í bróðerni og sátt eftir að nýr þjálfari hafði tilkynnt þeim að hann ætlaði ekki að nota þá. Aðrir voru samningslausir, tóku ákvörðun um þjálfaraskipti illa og skiptu um vettvang. Einn ákvað að hætta, lét þau boð ganga út á meðal leikmanna liðsins en tilkynnti það hvorki stjórn né nýjum þjálfara líkt og ber að gera. Þrátt fyrir að vera samningsbundinn var ákveðið að verða við beiðni þess leikmanns um að rifta samningi. Þetta er miður en við því er ekkert að gera. Þessir leikmenn ákváðu þetta sjálfir og stjórn tók sjálfstæða afstöðu til allra þessara mála. Er þeim óskað velfarnaðar. Stjórn og nýr þjálfari hafa þurft að bregðast við þessu með því að fylla í götin. Það hefur gengið mjög vel auk þess sem brotthvarf þessara leikmanna hefur gefið uppöldum Þrótturum tækifæri sem þeir hafa gripið báðum höndum.Að lokum. Menn mega, og eiga, að gagnrýna störf stjórnar knattspyrnudeildar. En það verður að vera á málefnalegum nótum og af einhverri þekkingu. Ekki bara gal út úr rassgati. Þeir sem hafa hæst látið undanfarin mánuð, og aðrir þeim tengdir sem hvísla í bakgrunninum til að auka undirölduna, virðast að mestu tala af fullkominni vanþekkingu á starfi Þróttar. Þeir skilja ekki hvers eðils það er né til hvers það er unnið. Tilgangurinn þeirra virðist vera sá að reyna að vinna félaginu sem mestan skaða, á sama tíma og þeir vilja upplifa sig sem hreinustu gerð Þróttara. En Þróttur er ekki til fyrir okkur. Við erum til fyrir Þrótt. Það er sannarlega enginn einstaklingur, eða hópur einstaklingar, stærri en klúbburinn.Ég hvet alla þá sem telja sig geta gert betur en sitjandi stjórn til að bjóða sig fram til starfa fyrir Þrótt á næsta aðalfundi. Ég mun fagnandi gefa eftir sæti mitt til þeirra ef eftir því er óskað og setjast aftur í stúkuna sem stuðningsmaður. Ég veit að það sama gildir um félaga mína. Lifi Þróttur.Mbk. Þórður Snær Júlíusson Stjórnarmaður í knattspyrnudeild Þróttar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
„Menn mega, og eiga, að gagnrýna störf stjórnar knattspyrnudeildar. En það verður að vera á málefnalegum nótum og af einhverri þekkingu. Ekki bara gal út úr rassgati," skrifar Þórður Snær Júlíusson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild Þróttar, í svari við harðorðu bréfi Halldórs Hilmissonar, leikmanns karlaliðs félagsins. Halldór skrifaði stuðningsmönnum Þróttar bréf í gærkvöldi þar sem hann fer afar ófögrum orðum um Jón Kaldal, formann knattspyrnudeildar félagsins. „Hann hefur frekar kosið að vera með flotta húfu, burger og bjór uppí stúku að hrauna yfir mig og aðra í vitna viðurvist. Virkilega fagmannleg og formannsleg framkoma," skrifar Halldór meðal annars í bréfinu sem má sjá hér. Þórður Snær fer yfir störf stjórnar knattspyrnudeildar í svari sínu. Þar minnir hann á hve mikið sjálfboðastarf sé unnið af stjórnarmönnum og þvertekur fyrir að Jón sé einráður í stjórninni þótt hann sjái um samskipti út á við. Ákvörðun um að reka Pál Einarsson, fyrrverandi þjálfara og leikmann liðsins, úr starfi hafi verið einróma ákvörðun stjórnar. Þórður segir einnig ekki í verklýsingu að brottviking þjálfara sé borin undir meistaraflokksráð. Meistararáð, sem gekk frá borði eftir brottvikningu Páls, kvartaði yfir því að hafa ekki verið haft með í ráðum. „Fráfarandi meistaraflokksráð kom inn í Þrótt vegna persónulegra tengsla við fyrrum þjálfara. Það var ekkert óeðlilegt að það hafi hætt þegar Páli var sagt upp störfum. Í staðinn er komið nýtt sjö manna meistaraflokksráð skipað gríðarlega öflugum mönnum," skrifar Þórður. Hann svarar einnig ásökunum um slæma framkomu gagnvart liðsstjórum og aðstoðarþjálfara Þróttar. „Fyrrum liðstjórum og aðstoðarþjálfara var boðið að vera áfram í Þrótti. Þeir voru raunar beðnir um það. Þeir tóku ákvörðun um að gera það ekki og þá ákvörðun ber að virða." Þórður ræðir einnig um brottför leikmanna hjá liðinu í kjölfar þjálfaraskiptana. Einn leikmaður hafi meðal annars hætt hjá liðinu, látið leikmenn vita en ekki stjórn né nýjum þjálfara. Þrátt fyrir að umræddur leikmaður hafi verið samningsbundinn félaginu hafi honum verið leyft að halda á brott. „Menn mega, og eiga, að gagnrýna störf stjórnar knattspyrnudeildar. En það verður að vera á málefnalegum nótum og af einhverri þekkingu. Ekki bara gal út úr rassgati," skrifar Þórður í bréfinu sem má lesa í heild sinni hér að neðan.Vegna umræðu um störf stjórnar knattspyrnudeildar Þróttar:Fyrir löngu síðan ákvað stjórn knattspyrnudeildar að taka ekki þátt í opinberri umræðu um gagnrýni á störf hennar. Slík umræða á rétt á sér og á að fá að eiga sér stað án þess að stjórnin blandi sér í hana. Vegna skilnaðarbréfs sem sett var inn á þennan vettvang fyrr í kvöld þá ætla ég að brjóta þá reglu í fyrsta og eina sinn.Það að sitja í stjórn knattspyrnufélags er sjálfboðarvinna. Við sem myndum sjö manna stjórn knattspyrnudeildar Þróttar tókum við vorið 2011 þegar enginn annar vildi taka verkefnið að sér og stutt var í mót.Ljóst var að mikið starf var framundan. Í fyrsta lagi var fjárhagur deildarinnar afar bágborinn. Það að kalla hann bágborinn er reyndar fegrun. Hann var í molum. Það þurfti að semja um miklar syndir fortíðar, lækka rekstrarkostnað og auka tekjur. Samhliða þurfti að halda úti knattspyrnuliði og reyna eftir bestu getu að ná árangri.Þessi hópur sem ákvað að bjóða sig fram í stjórn hafði allskonar tengingar við félagið. Sumir okkar léku með því upp yngri flokkanna og höfðum verið hundtryggir stuðningsmenn eftir að þeim ferli lauk verðskuldað án frekari afreka. Aðrir tengdust Þrótti í gegnum börnin sín og einn var fyrrum leikmaður.Strax í upphafi skiptum við með okkur verkum. Við settum okkur tvö meginmarkmið: annarsvegar að laga fjárhaginn og hins vegar að byggja upp faglegt starf með aðallið þar sem efnilegir leikmenn úr yngri flokkum félagsins hefðu vissu um að þeir myndu fá tækifæri.Tveir stjórnarmenn, formaðurinn Jón Kaldal og Arnar Bjarnason, fyrrum leikmaður Þróttar, sáu um almenn samskipti við þjálfara í umboði og í samstarfi við aðra stjórnarmenn. Hann hitti auk þess alla stjórnina annað slagið á fundum. Aðrir stjórnarmenn unnu að öðrum tilfallandi verkefnum. Í þeim felst meðal annars að bæta umgjörð félagsins, auka tekjur þess og standa að annarskonar tiltekt sem nauðsynleg var. Til viðbótar hafa stjórnarmenn gengið í öll störf sem tengjast leikjum Þróttar og öðrum viðburðum sem skipta félagið máli. Við búum til flyera, grillum hamborgara, erum vallarþulir, sjáum um að skipuleggja öryggisgæslu, leikmannakaffi og tökum síðan til eftir að leikirnir eru búnir. Þess á milli klæðum við okkur í neon-vestin og stjórnum skrúðgöngum á Rey-Cup.Okkur hefur tekist að auka tekjur deildarinnar verulega. Þetta höfum við gert meðal annars með að setja á fót Þróttmikla-kerfið (þar sátu stjórnarmenn klukkutímum saman og hringdu í alla sem þeir þekktu og mjög marga sem þeir þekktu ekkert og fengu þá til að styrkja Þrótt mánaðarlega), auka tekjur af jólahappadrætti (þar sem stjórnarmenn útveguðu nánast alla vinninga), auka tekjur af flugeldasölu (m.a. með því að stjórnarmenn stóðu sjálfir vaktina í sölunni í stað þess að kaupa vinnuafl), með útgáfu Þróttarblaðs (sem var allt unnið af stjórnarmönnum sem söfnuðu líka öllum auglýsingum), selja auglýsingar á flettiskilti Þróttar við Holtaveg (sem skilaði Þrótti engum tekjum áður), grilla hamborgara og selja öl fyrir hvern einasta heimaleik (sem hefur stórbætt umgjörð fyrir heimaleiki og skilað auknum tekjum), haldið árgangamót, leikmannakynningar og ýmislegt annað. Síðast datt okkur í hug að selja bjór fyrir mikilvægan landsleik. Við leituðum víða innan félagsins eftir mannskap til að hjálpa við þá framkvæmd, sem skilaði okkur miklum tekjum, en ekkert gekk. Á endanum var hún að langmestu leyti mönnuð meðlimum stjórnar knattspyrnudeildar Þróttar, ættingjum þeirra og vinnufélögum sem dregnir voru inn á samviskubitinu einu saman.Mér datt aldrei í hug að seta í stjórn knattspyrnudeildar væri jafn tímafrek og raun ber vitni. Við eyðum tugum klukkutíma í mánuði í Þrótt. Fjölskyldur, atvinna og áhugamál sitja fyrir vikið á hakanum. En afraksturinn er sá að í fyrra var deildin rekin með hagnaði. Í ár hefur okkur aftur tekist að auka tekjurnar umtalsvert og áætlanir okkar stefna að því að svo verði aftur. Við höfum því náð fyrra markmiði okkar.Í síðasta heimaleik Þróttar voru sex uppaldir leikmenn í byrjunarliði Þróttar. Allur bekkurinn var uppalin. Þannig hefur þetta að mestu verið þann tíma sem liðið hefur frá því að við komum að stjórn knattspyrnudeildar. Mitt mat er því að seinna markmið okkar, að efnilegir yngri leikmenn fái að spreyta sig með meistaraflokki, hafi einnig náðst.Það að skipta um þjálfara meistarflokks karla var einróma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar Þróttar. Til að það sé alveg á hreinu þá ætla ég að endurtaka þetta. Hún var einróma. Ákvörðunin var kynnt á þann hátt sem við töldum rétt að kynna hana. Vegna trúnaðar við þá sem að því ferli komu þá ætla ég ekki að tjá mig frekar um þá aðferðarfræði.En það skal enginn velkjast í vafa um að það var mjög erfið ákvörðun að segja Páli upp störfum. Viðkunnarlegri mann er vart hægt að finna. Þau markmið sem lagt var upp með þegar stjórnin tók við, og voru sameiginlega sett með þjálfaranum, voru hins vegar ekki að nást. Fjarri því Það var því mat stjórnar, með framtíðarhagsmuni félagsins að leiðarljósi, að breytinga væri þörf. Bæði skammtímahagsmuni, að halda sér uppi, og langtímahagsmuni, að byggja upp fagmannlegra starf. Fyrra markmiðið er vonandi að nást.Árangurinn hefur allavega verið góður hingað til. Níu stig úr fimm leikjum þar sem spilað var við lið sem hafði ekki tapað heima í rúm tvö ár og fjögur lið úr toppbaráttunni. Vonandi heldur sá uppgangur áfram. Við teljum ráðningu Zorans vera stórt skref í átt að því að ná síðari markmiðinu, að byggja upp fagmannlegra starf. Við vissum að þessi ákvörðun yrði umdeild. Það var eðlilegt. Við töldum hins vegar að hún yrði dæmd af árangrinum sem hún myndi skila, bæði til skemmri og lengri tíma. Sú umræða sem staðið hefur yfir undanfarin mánuð, og náði hámarki með ótrúlegum pistli fyrrum leikmanns sem birtist fyrr í kvöld, hefur hins vegar komið mér mjög á óvart. Og valdið mér gríðarlegum vonbrigðum.Nokkur atriði hafa verið ráðandi í henni:Í fyrsta lagi er mikið látið með að Jón Kaldal sé einhverskonar illur einráður í félaginu sem vilji öllu ráða. Það er fjarstæðukennt. Jón er formaður deildarinnar og sér um samskipti út á við. Allar ákvarðanir eru teknar af stjórn og nánast án undantekninga eru þær teknar einróma. Ég hef þekkt Jón lengi og við erum oft ósammála. Þeir sem þekkja mig vita að ég er lítið fyrir að gefa eftir þegar ég er ósammála. Það er ekki til svokölluð já-mennska og undirlægjusemi innan þessarar stjórnar. Að því sögðu þá finnst mér vert að benda þeim sem hæst láta á að Jón hefur unnið alveg gríðarlega mikið fyrir þetta félag í sjálfboðavinnu undanfarin ár. Hann og Baldur Haraldsson gjaldkeri hafa í raun verið í stóru hlutastarfi við að halda þessu öllu saman gangandi.Í öðru lagi virðast margir halda að hlutverk stjórnar knattspyrnufélags sé að klæðast þjálfaraúlpum og fylgjast með æfingum. Þess á milli á að gefa leikmönnum high-five. Ég er því ósammála. Okkar hlutverk á, að mínu mati, ekki að vera það að eiga mikil samskipti við leikmenn né að vera að skipta okkur af daglegri vinnu liðsins. Þess vegna völdum við tvo fulltrúa sem tengiliði við þjálfarann. Björn Hlynur, sem leiðir nú meistaraflokksráð, lýsti Þrótti eins og fulla frændanum í fermingarveislunni í útvarpsviðtali nýverið. Það þætti öllum hann voða sniðugur en það tæki hann engin alvarlega.Ég er sammála þeirri líkingu hans. Það er tímabært að Þróttur hætti að vera sniðugi klúbburinn sem nær engum árangri og verði tekinn alvarlega. Eftir því höfum við unnið.Í þriðja lagi hefur fyrrum meistaraflokksráð, sem var reyndar að mestu einn maður, borið sig illa í umræðunni. Það kvartaði meðal annars yfir því að ekkert samráð hefði verið haft við það vegna uppsagnar þjálfara. Svo það sé alveg á hreinu það var það aldrei í verklýsingu þess ráðs að koma að ráðningu eða brottvikningu þjálfara. Það átti að styðja við meistaraflokkinn og eftir atvikum fjármagna kostnað við leikmenn sem kæmu til félagsins. Sú fjármögnun gekk að litlu leyti eftir og hefur stjórn knattspyrnudeildar tekið yfir þær skuldbindingar sem út af standa.Fráfarandi meistaraflokksráð kom inn í Þrótt vegna persónulegra tengsla við fyrrum þjálfara. Það var ekkert óeðlilegt að það hafi hætt þegar Páli var sagt upp störfum. Í staðinn er komið nýtt sjö manna meistaraflokksráð skipað gríðarlega öflugum mönnum. Hluti þess stóð, ásamt stjórn og öðrum toppmönnum, að því að breyta úrsérgengnum sumarbústað í KöttHöllina. Þeir hafa auk þess keypt auglýsingapláss í nokkrum strætóskýlum í hverfinu þar sem allir geta séð smekklega auglýsingu á þeim leikjum sem meistaraflokkarnir okkar eiga eftir að leika á þessu tímabili. Þeir hafa fengið starfsfólk í verslunum í hverfinu til að klæðast Þróttartreyjum á leikdögum. Þeir eru uppfullir af ótrúlega góðum hugmyndum og krafti sem þeir vilja nýta fyrir Þrótt.Í fjórða lagi hafa komið fram ásakanir um að illa hafi verið komið fram við fyrrum liðstjóra og aðstoðarþjálfara Þróttar. Fyrrum liðstjórum og aðstoðarþjálfara var boðið að vera áfram í Þrótti. Þeir voru raunar beðnir um það. Þeir tóku ákvörðun um að gera það ekki og þá ákvörðun ber að virða.Í fimmta lagi hafa margir leikmenn yfirgefið félagið. Sumir hafa gert það í bróðerni og sátt eftir að nýr þjálfari hafði tilkynnt þeim að hann ætlaði ekki að nota þá. Aðrir voru samningslausir, tóku ákvörðun um þjálfaraskipti illa og skiptu um vettvang. Einn ákvað að hætta, lét þau boð ganga út á meðal leikmanna liðsins en tilkynnti það hvorki stjórn né nýjum þjálfara líkt og ber að gera. Þrátt fyrir að vera samningsbundinn var ákveðið að verða við beiðni þess leikmanns um að rifta samningi. Þetta er miður en við því er ekkert að gera. Þessir leikmenn ákváðu þetta sjálfir og stjórn tók sjálfstæða afstöðu til allra þessara mála. Er þeim óskað velfarnaðar. Stjórn og nýr þjálfari hafa þurft að bregðast við þessu með því að fylla í götin. Það hefur gengið mjög vel auk þess sem brotthvarf þessara leikmanna hefur gefið uppöldum Þrótturum tækifæri sem þeir hafa gripið báðum höndum.Að lokum. Menn mega, og eiga, að gagnrýna störf stjórnar knattspyrnudeildar. En það verður að vera á málefnalegum nótum og af einhverri þekkingu. Ekki bara gal út úr rassgati. Þeir sem hafa hæst látið undanfarin mánuð, og aðrir þeim tengdir sem hvísla í bakgrunninum til að auka undirölduna, virðast að mestu tala af fullkominni vanþekkingu á starfi Þróttar. Þeir skilja ekki hvers eðils það er né til hvers það er unnið. Tilgangurinn þeirra virðist vera sá að reyna að vinna félaginu sem mestan skaða, á sama tíma og þeir vilja upplifa sig sem hreinustu gerð Þróttara. En Þróttur er ekki til fyrir okkur. Við erum til fyrir Þrótt. Það er sannarlega enginn einstaklingur, eða hópur einstaklingar, stærri en klúbburinn.Ég hvet alla þá sem telja sig geta gert betur en sitjandi stjórn til að bjóða sig fram til starfa fyrir Þrótt á næsta aðalfundi. Ég mun fagnandi gefa eftir sæti mitt til þeirra ef eftir því er óskað og setjast aftur í stúkuna sem stuðningsmaður. Ég veit að það sama gildir um félaga mína. Lifi Þróttur.Mbk. Þórður Snær Júlíusson Stjórnarmaður í knattspyrnudeild Þróttar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn