Skoða hækkun lífeyrisaldurs til að leysa vanda LSR Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. júlí 2013 19:15 Til skoðunar er í fjármálaráðuneytinu að leggja til hækkun á lífeyrisaldri opinberra starfsmanna í 67 ár til að bjarga fjárhag Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Hækkunin myndi bæta fjárhag A-deildar sjóðsins um 60 milljarða króna og fara langleiðina við að leysa vanda hans. Því hefur verið haldið fram, t.d í þessu viðhorfi Óðins í Viðskiptablaðinu, að stærsti vandi lífeyriskerfisins séu lífeyrissjóðir með ábyrgð hins opinbera, þ.e LSR og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga. Þeir sem greiða í þessa lífeyrissjóði njóta baktryggingar ríkisins ef efnahagsáföll dynja á á meðan aðrir þurfa að taka á sig skerðingu þegar í harðbakkann slær.Finna þarf varanlega lausn á vanda LSR Vandi LSR er auðvitað ein af afleiðingum hrunsins. Lífeyrissjóðurinn, eign opinberra starfsmanna, réðst í fjárfestingar sem töpuðust. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að finna þurfi varanlega lausn á vanda sjóðsins. Fimm ár í röð er A-deild sjóðsins með neikvæða stöðu, en 60 milljarða króna vantar svo eignir dugi fyrir skuldbindingum. Meðal annars er til skoðunar að hækka lífeyrisaldur í 67 ár í stað 65. Þetta myndi spara 60 milljarða króna í A-deild sjóðsins og þannig leysa vandann. Ef þessi leið yrði farin yrði þetta ein stærsta breytingin á réttindum opinberra starfsmanna í mörg ár. Sérstakur starfshópur hefur nú í langan tíma unnið að lausn á málefnum LSR án niðurstöðu. Þar til starfshópurinn lýkur sinni vinnu getur nefnd um lífeyrissjóðakerfið ekki lokið sinni.Kemur til greina að hækka lífeyrisaldurinn úr 65 í 67 ár? „Auðvitað er það ein leið sem myndi gera mikið til framtíðar litið, en varðandi það hvaða niðurstaða fæst úr þessum starfshópi þá er það ekki alveg orðið tímabært. Við höfum aðeins úr nokkrum vikum að spila og ég er orðinn vongóður miðað við þann tón sem ég hef innan úr starfshópnum um að við gætum mögulega fengið framtíðarlausn á þessu sem væri gríðarlega dýrmætt," segir Bjarni Benediktsson. Samkvæmt dómum Hæstaréttar eru lífeyrisréttindi stjórnarskrárvarin eignarréttindi. (Sjá til dæmis dóm 101/2002). Þessi réttindi má því ekki skerða bótalaust. Hins vegar liggja fyrir skýr dæmi um að gera löggjafinn megi gera kerfisbreytingar á lífeyriskerfinu en þá þarf að gæta meðalhófs og jafnræðis. Það blasir við í þessu samhengi að löggjafinn gæti ekki einhliða hækkað lífeyrisaldurinn í 67 ár afturvirkt. Og hann þyrfti að huga að réttmætum væntingum þeirra sem eru að hefja töku lífeyris í náinni framtíð. Bjarni vill varanlega lausn og vill ekki að ríkið ýti vandanum á undan sér.Í hverju væri slík lausn fólgin? „Þú nefndir eina þeirra (hækkun lífeyrisaldurs) en bráðabirgðalausnir myndu felast í því að greiða eingöngu inn á þessa skökku stöðu. Bara það að koma okkur aftur undir 10 prósent misræmi á milli eigna og skuldbindinga myndi kosta um það bil 12 milljarða í eingreiðslu."Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM.Mynd/ÞÞLeggjast ekki gegn hækkun fram í tímann Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna (BHM), segir að BHM hafi lagst gegn því að skilyrðum í A-deild sjóðsins sé breytt til að rétta af stöðu sjóðsins. „Lögboðin skilyrði fyrir þeirri leiðréttingu eru einfaldlega að hækka iðgjaldið og það er það sem þarf að gera. Hins vegar erum við ekkert að leggjast gegn því að hækka lífeyrisaldurinn fram í tímann, enda eldist þjóðin jafnt og þétt," segir Guðlaug Fjármálaráðherra er mótfallinn hækkun iðgjaldsins, en hann útilokar ekki að hann muni leggja fram lagafrumvarp í þinginu í haust til að framlengja þann frest sem stjórn sjóðsins hefur til að grípa til aðgerða til að jafna mun á eignum og skuldbindingum sjóðsins. „Ég á von á því að það komi einhverjar tillögur. Ég vonast til þess að þessi samstarfshópur, sem er enn að störfum, komi með raunhæfar tillögur sem leysi vandann til lengri tíma. Ef ekki þá erum við í mjög mikilli tímaþröng og munum sitja uppi með að stíga bráðabirgðaskref áður en langtímalausn er fundin," segir Bjarni Benediktsson. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira
Til skoðunar er í fjármálaráðuneytinu að leggja til hækkun á lífeyrisaldri opinberra starfsmanna í 67 ár til að bjarga fjárhag Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Hækkunin myndi bæta fjárhag A-deildar sjóðsins um 60 milljarða króna og fara langleiðina við að leysa vanda hans. Því hefur verið haldið fram, t.d í þessu viðhorfi Óðins í Viðskiptablaðinu, að stærsti vandi lífeyriskerfisins séu lífeyrissjóðir með ábyrgð hins opinbera, þ.e LSR og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga. Þeir sem greiða í þessa lífeyrissjóði njóta baktryggingar ríkisins ef efnahagsáföll dynja á á meðan aðrir þurfa að taka á sig skerðingu þegar í harðbakkann slær.Finna þarf varanlega lausn á vanda LSR Vandi LSR er auðvitað ein af afleiðingum hrunsins. Lífeyrissjóðurinn, eign opinberra starfsmanna, réðst í fjárfestingar sem töpuðust. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að finna þurfi varanlega lausn á vanda sjóðsins. Fimm ár í röð er A-deild sjóðsins með neikvæða stöðu, en 60 milljarða króna vantar svo eignir dugi fyrir skuldbindingum. Meðal annars er til skoðunar að hækka lífeyrisaldur í 67 ár í stað 65. Þetta myndi spara 60 milljarða króna í A-deild sjóðsins og þannig leysa vandann. Ef þessi leið yrði farin yrði þetta ein stærsta breytingin á réttindum opinberra starfsmanna í mörg ár. Sérstakur starfshópur hefur nú í langan tíma unnið að lausn á málefnum LSR án niðurstöðu. Þar til starfshópurinn lýkur sinni vinnu getur nefnd um lífeyrissjóðakerfið ekki lokið sinni.Kemur til greina að hækka lífeyrisaldurinn úr 65 í 67 ár? „Auðvitað er það ein leið sem myndi gera mikið til framtíðar litið, en varðandi það hvaða niðurstaða fæst úr þessum starfshópi þá er það ekki alveg orðið tímabært. Við höfum aðeins úr nokkrum vikum að spila og ég er orðinn vongóður miðað við þann tón sem ég hef innan úr starfshópnum um að við gætum mögulega fengið framtíðarlausn á þessu sem væri gríðarlega dýrmætt," segir Bjarni Benediktsson. Samkvæmt dómum Hæstaréttar eru lífeyrisréttindi stjórnarskrárvarin eignarréttindi. (Sjá til dæmis dóm 101/2002). Þessi réttindi má því ekki skerða bótalaust. Hins vegar liggja fyrir skýr dæmi um að gera löggjafinn megi gera kerfisbreytingar á lífeyriskerfinu en þá þarf að gæta meðalhófs og jafnræðis. Það blasir við í þessu samhengi að löggjafinn gæti ekki einhliða hækkað lífeyrisaldurinn í 67 ár afturvirkt. Og hann þyrfti að huga að réttmætum væntingum þeirra sem eru að hefja töku lífeyris í náinni framtíð. Bjarni vill varanlega lausn og vill ekki að ríkið ýti vandanum á undan sér.Í hverju væri slík lausn fólgin? „Þú nefndir eina þeirra (hækkun lífeyrisaldurs) en bráðabirgðalausnir myndu felast í því að greiða eingöngu inn á þessa skökku stöðu. Bara það að koma okkur aftur undir 10 prósent misræmi á milli eigna og skuldbindinga myndi kosta um það bil 12 milljarða í eingreiðslu."Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM.Mynd/ÞÞLeggjast ekki gegn hækkun fram í tímann Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna (BHM), segir að BHM hafi lagst gegn því að skilyrðum í A-deild sjóðsins sé breytt til að rétta af stöðu sjóðsins. „Lögboðin skilyrði fyrir þeirri leiðréttingu eru einfaldlega að hækka iðgjaldið og það er það sem þarf að gera. Hins vegar erum við ekkert að leggjast gegn því að hækka lífeyrisaldurinn fram í tímann, enda eldist þjóðin jafnt og þétt," segir Guðlaug Fjármálaráðherra er mótfallinn hækkun iðgjaldsins, en hann útilokar ekki að hann muni leggja fram lagafrumvarp í þinginu í haust til að framlengja þann frest sem stjórn sjóðsins hefur til að grípa til aðgerða til að jafna mun á eignum og skuldbindingum sjóðsins. „Ég á von á því að það komi einhverjar tillögur. Ég vonast til þess að þessi samstarfshópur, sem er enn að störfum, komi með raunhæfar tillögur sem leysi vandann til lengri tíma. Ef ekki þá erum við í mjög mikilli tímaþröng og munum sitja uppi með að stíga bráðabirgðaskref áður en langtímalausn er fundin," segir Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira