Innlent

Ingvar kjörinn nýr formaður Heimdallar

Ingvar Smári Birgisson, nýkjörinn formaður, og Aníta Rut Hilmarsdóttir, varaformaður.
Ingvar Smári Birgisson, nýkjörinn formaður, og Aníta Rut Hilmarsdóttir, varaformaður.
Ingvar Smári Birgisson var kjörinn nýr formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins sem fram fór í kvöld.

Ingvar hlaut 302 atkvæði eða 52,4% atkvæða. Mótframbjóðandi hans, Jórunn Pála Jónasdóttir, hlaut 274 atkvæði eða 47,6% atkvæða. Auð og ógild atkvæði voru engin. Alls greiddu 576 atkvæði á fundinum.

Fráfarandi formaður, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×