Lífið

Erfingjans beðið í beinni

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Vefmyndavél fylgist grannt með inngangi St. Mary's-spítalans í Lundúnum.
Vefmyndavél fylgist grannt með inngangi St. Mary's-spítalans í Lundúnum.
Katrín Middleton, hertogaynjan af Cambridge, á von á sér á hverri stundu og er áhuginn fyrir fæðingu barnsins gríðarlegur. Á vefsíðu Telegraph er til dæmis hægt að fylgjast með vefmyndavél sem beint er að inngangi spítalans á hverjum degi frá klukkan 4 að morgni til 23.

„Við krossleggjum fingurna um að eitthvað fari að gerast,“ segir ástralski blaðamaðurinn Peter Stefanovic. „Bráðum höfum við ekkert að segja.“

Fjölmiðlum og áhugafólki hefur verið strítt með eftirhermum, bæði í líki Katrínar og Vilhjálms prins, barnsföður og eiginmanns hennar. Enn hefur þó ekkert bólað á kóngafólkinu við spítalann.

Nancy Leli frá Chicago var á staðnum og sagðist vera þrælspennt.

„Við erum miklir aðdáendur kóngafólksins. Það byrjaði allt með Díönu prinsessu. Við gátum ekki komið alla þessa leið án þess að koma við á spítalanum fyrst það er svona stór gestur á leiðinni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×