Innlent

Lætur ekkert stoppa sig

Magnús Hlynur Hreiðarsso skrifar
Þrátt fyrir að Snædís Rán Hjartardóttir, átján ára sé blind, heynarhlaus og hreyfihömluð þá lætur hún það ekki stoppa sig við að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu 24. ágúst með aðstoðarkonu sinni. Þær nota nú flesta daga til að æfa sig fyrir hlaupið.



Snædís Rán er nemandi á félagsfræðibraut við Menntaskólnn í Hamrahlíð. Hún er heyrnarhlaus, blind og hreyfihömluð. Sandra Helgadóttir, ein af aðstoðarkonum hennar ætlar að hlaupa 10 kílómetra með henni í Reykjavíkurmaraþoninu laugardaginn 24. ágúst. Þær ætla að hlaupa fyrir Fjólu, Félag fólks með samþætta heyrnar- og sjónskerðingu.



„Við vorum bara að ræða saman við eldhúsborðið þegar ég stakk upp á þessu í einhverjum fíflagangi. áður en við vissum af vorum við búnar að skrá Snædísi, og ég verð bara að hlaupa með. Ég er í ágætisformi en þarf að bæta mig talsvert til að geta hlaupið með hjólastólinn alla þessa leið,“ segir Sanda.

Það leggst vel í Snædísi að hlaupa maraþonið. „Mér finnst það mjög spennandi. Þetta er ansi klikkuð hugmynd, en ég ætla einmitt að hlaupa vegna þess.“

Hjólastólinn sem þær stöllur nota núna er óhentugur fyrir hlaup, þungur og erfiður en þær munu fá nýjan stól fyrir 24. Ágúst.

Snædís Rán og Sandra ætla að hlaupa fyrir Fjólu, Félag fólks með samþætta heyrnar- og sjónskerðingu. Þær ætla að reyna að safna eins miklum peningum og þær mögulega geta.

„Við verðum að safna miklu. Ég vil safna eins miklu og hægt er. Það vantar alltaf peninga fyrir Fjólu,“ segir Snædís að lokum.

Hér er hægt að styrkja Snædísi og Söndru í hlaupinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×