Innlent

Þrír fluttir á slysadeild

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Þrír voru fluttir á slysadeild Fjórðugssjúkrahússins á Akureyri eftir árekstur þar í bæ í kvöld. Slysið varð við Hlíðarbraut, rétt við gatnamót neðan við Baldursnes. Að sögn lögreglu slapp fólkið vel og er enginn alvarlega slasaður.

Tveir voru í öðrum bílnum en einn í hinum. Bílarnir komu úr gagnstæðum áttum og eru gerónýtir eftir því sem lögreglan á Akureyri kemst næst. Ökutækin voru fjarlægð með kranabíl og þurfti að loka fyrir götuna um stund.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×