Innlent

Galopin Melabúð

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Melabúðin gæti ekki hafa verið opnari þegar þessi mynd var tekin.
Melabúðin gæti ekki hafa verið opnari þegar þessi mynd var tekin. MYND/MELABÚÐIN Á FACEBOOK
„Galopin Melabúð, verið hjartanlega velkomin!,“ skrifaði Melabúðin, þín verslun, inn á Facebook-síðu sína í dag. Eins og greint var frá á Vísi og Stöð 2 í gær keyrði eldri maður á búðina seinni partinn í gær með þeim afleyðingum að goshillur tæmdust og gosflöskur runnu út um alla búð.

Starfsfólki og viðskiptavinum var skiljanlega mjög brugðið en sem betur fer slasaðist enginn í árekstrinum. Veggurinn sem keyrt var á gereyðilagðist aftur á móti.

Eigandi Melabúðarinnar vildi greinilega fá verslunina í lag sem skjótast og því voru viðgerðir á veggnum hafnar strax í dag. Þessi stórskemmtilega mynd var tekin við tilefnið.

Það má með því sanni segja að það hafi verið galopið í Melabúðinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×