Enski boltinn

Öðru tilboði Arsenal í Suarez hafnað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Liverpool hefur hafnað 40 milljóna punda tilboði Arsenal í framherjann Luis Suarez. Þetta er annað tilboð Lundúnaliðsins í Úrúgvæjann á tveimur vikum.

Guardian greinir frá því að forráðamenn Liverpool séu afar ósáttir við tilboð Arsenal. Þeir hafi áður látið forsvarsmenn Lundúnafélagsins vita að 40 milljóna punda tilboði yrði hafnað. Arsenal bauð engu að síður upphæðina og eitt sterlingspund til viðbótar í framherjann.

Ástæðan fyrir sterlingspundinu sem Arsenal bætti við milljónirnar fjörutíu er sú að í samningi Suarez við Liverpool er klausa þess efnis að láta þurfi Suarez vita berist tilboð hærra en 40 milljónir punda í kappann.

Forsvarsmenn Liverpool urðu því að greina Suarez frá tilboðinu sem getur talað fyrir brottför sinni frá Liverpool óski hann sjálfur eftir því. Suarez hefur oftar en einu einni í sumar gefið í skyn óánægju sína með breska fjölmiðla og enska knattspyrnusambandið.


Tengdar fréttir

Suarez mættur til Ástralíu

Luis Suarez er mættur til Ástralíu til að taka þátt í æfingarferð Liverpool. Mikið hefur verið rætt um framtíð Suarez hjá Liverpool en hann er eftirsóttur af Real Madrid.

Rodgers ítrekar að Suarez verði áfram

Luis Suarez er kominn til Ástralíu þar sem að Liverpool er nú í æfingaferð en knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers ítrekaði enn og aftur í nótt að félagið ætli sér ekki að selja kappann.

Rodgers ætlar ekki að missa Suarez

Brendan Rodgers ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til að halda Luis Suarez hjá Liverpool, þrátt fyrir áhuga Arsenal á kappanum.

Nýtt tilboð á leiðinni í Suarez?

Enski vefmiðillinn Goal.com fullyrðir í dag að Arsenal sé nú að undirbúa nýtt tilboð í sóknarmanninn Luis Suarez hjá Liverpool.

Deilt um klásúlu í samningi Suarez

Enska dagblaðið The Times fullyrðir í dag að forráðamenn Liverpool og fulltrúar Luis Suarez eru ekki sammála um hvernig túlka eigi mikilvæga klásúlu í samningi leikmannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×