Enski boltinn

Deilt um klásúlu í samningi Suarez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enska dagblaðið The Times fullyrðir í dag að forráðamenn Liverpool og fulltrúar Luis Suarez eru ekki sammála um hvernig túlka eigi mikilvæga klásúlu í samningi leikmannsins.

Suarez hefur verið ítrekað orðaður við önnur félög í sumar og líklegt að hann sé viljugur að fara til liðs sem spilar í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

En hann gerði langtímasamning við Liverpool síðastliðið sumar. Í þeim samningi mun vera klásúla sem segir að félagið verði að íhuga tilboð upp á minnst 40 milljónir punda, um 7,3 milljarða króna, sem berast í kappann.

Nú vilja umboðsmenn Suarez hins vegar meina að Liverpool sé skylt til að taka öllum slíkum tilboðum en því eru forráðamenn félagsins ekki sammála.

Ian Ayre, framkvæmdarstjóri Liverpool, staðfesti á dögunum að Arsenal hefði lagt fram tilboð upp á 35 milljónir punda í Suarez. Leikmaðurinn hefur einnig verið sterklega orðaður við Real Madrid sem á þó enn eftir að leggja fram tilboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×