Enski boltinn

Ljósritunarvélin að angra Suarez

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Framherjinn Luis Suarez fer á kostum í nýrri auglýsingu Abitab bankans.

Auglýsingin er sett upp á þann veg að Luis Suarez hafi verið ráðinn til banks og starfi á skrifstofu hans. Þar er kostum Suarez lýst í máli en á sama tíma vinnur framherjinn sannkallaðan leiksigur á skjánum.

Suarez gerir grín að sjálfum sér sem dýfara, keppnismanni auk þess sem hann tekur að sér að blása kertin fyrir samstarfsmann sinn sem á afmæli.

Auglýsinguna má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×