Innlent

Kríuungar stöðva stórframkvæmdir

Gissur Sigurðsson skrifar
Framkvæmdir bíða meðan kríuungarnir eru ófleygir.
Framkvæmdir bíða meðan kríuungarnir eru ófleygir.
Ófleygir kríuungar koma í veg fyrir að stórvirkar vinnuvélar hefjist handa við jarðvinnslu vegna byggingar stórrar varaaflsstöðvar og spennivirkis í grennd við Bolungarvík, sem á að tryggja orkuöryggi á noðranverðum Vestfjörðum.

Framkvæmdin er á vegum Landsnets, í samvinnu við Orkubú Vestfjarða, en þegar verktakinn mætti á svæðið í fyrradag með tól og tæki og ætlaði að byrja af krafti, barst Landsneti ábending frá Náttúrustofu Vestfjarða þess efnis að þarna væri kríuvarp og að framkvæmdir myndu hafa skaðleg áhrif á það, einkum þar sem ófleygir ungar eru nú á vappi um svæðið. Var þá þegar hætt við framkvæmdir.

Óljóst er á þessu stigi málsins hvenær framkvæmdir geta hafist. Á meðan skoppa nokkur hundruð gramma ungarnir umhverfis tuga tonna þungar vinnuvélarnar, sem þeir nota ef til vill sem stökkpalla þegar þeir taka loks flugið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×