Innlent

Sól og sæla í borginni

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Fólk fjölmennti á ilströndina í Nauthólsvík bæði í dag og í gær.
Fólk fjölmennti á ilströndina í Nauthólsvík bæði í dag og í gær. MYNDIR/ARNÞÓR
Mannlíf á höfuðborgarsvæðinu blómstraði í blíðunni í dag. Troðfullt hefur verið á ilströndinni í Nauthólsvík bæði í dag og í gær. Þá hefur fólk fjömennt í ísbúðir, garða og sundlaugar borgarinnar, enda eru Íslendingar ekki vanir að láta sólardaga sem þessa renna sér úr greipum.

Fólk getur haldið áfram að njóta sólarinnar næstu daga, en, en spáin gerir ráð fyrir heiðskýrum himni og 12- 15 stiga hita á höfuðborgarsvæðinu bæði á morgun og fimmtudag. Hlýtt verður um land allt fram á laugardag.

Ljósmyndari Fréttastofu 365 fór á stúfana og myndaði fólk í veðurblíðunni í dag.



Þessir drengir skemmtu sér á ströndinni í Nauthólsvík.MYNDIR/ARNÞÓR
Greinilega glatt á hjalla í Húsdýragarðinum.
Margir kældu sig niður í ísbúðinni Valdís í Grandagarði.
Ýmiskonar leiktæki eru í boði í Húsdýragarðinum í sumar. Þessi snáði hljóp á vatni inni í risastórum sundbolta.
Þessar telpur voru meðal þeirra sem nutu blíðunar í Grasagarðinum í Laugardal.
Þrjú frækin búa til sandstíflur.MYNDIR/ARNÞÓR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×